Ítalía í undanúr­slit í fyrsta sinn síðan 1997

Siggeir Ævarsson skrifar
Fyrirliði Ítala, Cristiana Girelli skoraði sigurmarkið með skalla, sláin inn, rétt fyrir leikslok.
Fyrirliði Ítala, Cristiana Girelli skoraði sigurmarkið með skalla, sláin inn, rétt fyrir leikslok. Vísir/Getty

Ítalía er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í Sviss eftir 2-1 sigur á Norðmönnum í fjörugum leik þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok.

Ítalska liðið var vel skipulagt og gaf fá færi á sér framan af leik en markalaust var í hálfleik. Cristiana Girelli kom Ítölum svo yfir á 50. mínútu og skömmu síðar skoruðu Ítalir aftur en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Norðmenn náðu vopnum sínum eftir þessa orrahríð og nældu í vítaspyrnu á 60. mínútu en sá dómur var í meira lagi vafasamur. Brotið var á Ada Hégerberg eftir fyrirgjöf. Hún komst ekki í boltann þar sem hangið var í henni en þegar betur var að gáð var hún augljóslega rangstæð þegar fyrirgjöfin kom.

Dómurinn stóð þó og Hégerberg fór sjálf á punktinn. Kosmísku réttlæti heimsins var þó mögulega fullnægt í kjölfarið þar sem Hégerberg skaut framhjá.

Hún bætti upp fyrir mistökin sex mínútum síðar og jafnaði metin. Norðmenn voru töluvert betri eftir markið en Ítalir voru klókir og á 90. mínútu skoraði fyrirliðinn Cristiana Girelli sinn annað mark í leiknum sem reyndist sigurmarkið þegar hún skallaði fyrirgjöf frá Sofia Cantore í slána og inn. Fiskestrand var algjörlega límd við marklínuna og kom engum vörnum við.

Ítalir eru því komnir í undanúrslit mótsins í fyrsta sinn síðan 1997. Þar mætir liðið annað hvort Englandi eða Svíþjóð sem mætast annað kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira