Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 20:04 Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi (t.v.) og Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, vegglistakona og sjálflærður málari með verkið á bak við sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar
Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira