Innlent

Aron Can heill á húfi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Aron Can hneig niður á miðjum tónleikum en er heill á húfi.
Aron Can hneig niður á miðjum tónleikum en er heill á húfi. Vísir/Lýður

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

„Heill á húfi. Takk fyrir öll skilaboðin,“ skrifar Aron í færslu á Instagram.

Atvikið átti sér stað í tjaldi þar sem Aron var að flytja tónlist. Eftir að hann hneig niður var tjaldið rýmt. Sjúkraflutningabíll var sendur á svæðið vegna málsins. Útkallið barst skömmu fyrir hálf níu í kvöld.

Skömmu síðar hófst annað tónlistaratriði í sama tjaldi þar sem Svala Björgvins steig á stokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×