Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:13 Íris Guðnadóttir Landeigandi við Reynisfjöru bindur vonir við nýjar öryggisreglur við Reynisfjöru. Vísir/Lýður Valberg Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira