Sport

Líður eins og hann sé með geim­skip á hausnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers með hjálminn á æfingu hjá Pittsburgh Steelers.
Aaron Rodgers með hjálminn á æfingu hjá Pittsburgh Steelers. Getty/Joe Sargent

Aaron Rodgers er kominn í nýtt lið í NFL deildinni því hann samdi í sumar við Pittsburgh Steelers. Hann fann sér nýtt lið en hann er aftur á móti enn að leita sér ásættanlegum hjálm.

Rodgers er einn besti leikstjórnandi allra tíma en hann hefur spilað í NFL-deildinni síðan 2005 eða í tvo áratugi. Rodgers lék síðast með New York Jets en hann var fjórum sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar þegar hann var hjá Green Bay Packers.

Hjálmurinn sem Rodgers notaði á síðasta tímabil og sá sem hann hefur notað alla tíð er nú ólöglegur í deildinni.

Schutt Air XP Pro Q11 LTD hjálmurinn fellur nú á öryggiskröfum í NFL. Rodgers er því að reyna að venjast nýjum hjálm sem stenst þessar fyrrnefndu öryggiskröfur.

„Ég er ekki hrifinn af honum. Ég er að reyna að breyta um hjálm en við erum enn að vinna í þessu. Það er eins og ég sé með geimskip á hausnum,“ sagði Aaron Rodgers við blaðamenn eftir æfingu liðsins.

„Við verðum samt að breyta um hjálm. Andlitsgríman passar ekki á hjálminn af hún er gömul bara eins og ég sjálfur. Við erum að reyna að finna hjálm sem hentar betur,“ sagði Rodgers.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×