Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2025 21:01 Hilmar Gunnarsson er verkefnastjóri Í túninu heima. Vísir/Lýður Valberg Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira