Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2025 11:01 Talsvert úrval er af hvítvíni í vefverslun Smáríkisins. Vínið sem ákært hefur verið fyrir selja má sjá annað frá vinstri í neðri línu. Það er uppselt sem stendur. Skjáskot/Smáríkið Vilhjálmur Forberg Ólafsson, forsvarsmaður áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, hefur verið ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum. Þá hafði ákæran nýlega verið birt framkvæmdastjóranum og því var embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki heimilt að afhenda hana. Innan við sjö þúsund króna viðskipti Vísir hefur nú fengið ákæruna afhenta og í henni segir að framkvæmdastjórinn heiti Vilhjálmur Forberg Ólafsson. Hann er 31 árs gamall hagfræðingur. Honum er gefið að sök að hafa sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi Í Icelandic Trading Company b.v., þann 30. maí 2024 selt einn þriggja lítra hvítvínsbelg af tegundinni BiB Frontera Chardonnay, fyrir 6.898 krónur í smásölu. Þetta hafi hann gert í gegnum vefsíðuna www.smarikid.is, sem starfrækt er af félaginu Icelandic Trading Company b.v., en hann hafi þá verið skráður rétthafi lénsins, en áfengið hafi verið afhent sendli á vegum Wolt, sem hafi farið með áfengið til kaupandans í kjölfar þess að viðkomandi hafði innt af hendi greiðslu fyrir áfengið og sendingarkostnað í gegnum greiðslugátt á vefsíðunni klukkan 15:10 þann 30. maí 2024. Umrædd smásala áfengisins hafi verið liður í atvinnustarfsemi beggja félaganna. Íslenska félagið keypti vínið Félagið Kjútís ehf. hefði keypt áfengið af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent umræddum einstaklingi en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Í ákærunni er þess krafist að Vilhjálmur Forberg verði dæmdur til refsingar vegna brota á tilgreindum ákvæðum áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsi. Fjölskyldufyrirtæki Sem áður segir er Vilhjálmur Forberg ákærður sem framkvæmdastjóri Kjútís ehf. en hann á ekkert í félaginu. Félagið er að öllu leyti í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, sem er þekktastur sem eigandi Pizzunnar. Ólafur Friðrik er bróðir Vilhjálms Forbergs en þeir eru synir Ólafs Björnssonar í Dalsnesi. Hann á meðal annars heildsöluna Innnes. Netverslun með áfengi Dómsmál Áfengi Verslun Tengdar fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. 23. ágúst 2025 12:20 Sante fer í hart við Heinemann Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. 19. ágúst 2025 18:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum. Þá hafði ákæran nýlega verið birt framkvæmdastjóranum og því var embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki heimilt að afhenda hana. Innan við sjö þúsund króna viðskipti Vísir hefur nú fengið ákæruna afhenta og í henni segir að framkvæmdastjórinn heiti Vilhjálmur Forberg Ólafsson. Hann er 31 árs gamall hagfræðingur. Honum er gefið að sök að hafa sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi Í Icelandic Trading Company b.v., þann 30. maí 2024 selt einn þriggja lítra hvítvínsbelg af tegundinni BiB Frontera Chardonnay, fyrir 6.898 krónur í smásölu. Þetta hafi hann gert í gegnum vefsíðuna www.smarikid.is, sem starfrækt er af félaginu Icelandic Trading Company b.v., en hann hafi þá verið skráður rétthafi lénsins, en áfengið hafi verið afhent sendli á vegum Wolt, sem hafi farið með áfengið til kaupandans í kjölfar þess að viðkomandi hafði innt af hendi greiðslu fyrir áfengið og sendingarkostnað í gegnum greiðslugátt á vefsíðunni klukkan 15:10 þann 30. maí 2024. Umrædd smásala áfengisins hafi verið liður í atvinnustarfsemi beggja félaganna. Íslenska félagið keypti vínið Félagið Kjútís ehf. hefði keypt áfengið af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent umræddum einstaklingi en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Í ákærunni er þess krafist að Vilhjálmur Forberg verði dæmdur til refsingar vegna brota á tilgreindum ákvæðum áfengislaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsi. Fjölskyldufyrirtæki Sem áður segir er Vilhjálmur Forberg ákærður sem framkvæmdastjóri Kjútís ehf. en hann á ekkert í félaginu. Félagið er að öllu leyti í eigu Ólafs Friðriks Ólafssonar, sem er þekktastur sem eigandi Pizzunnar. Ólafur Friðrik er bróðir Vilhjálms Forbergs en þeir eru synir Ólafs Björnssonar í Dalsnesi. Hann á meðal annars heildsöluna Innnes.
Netverslun með áfengi Dómsmál Áfengi Verslun Tengdar fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. 23. ágúst 2025 12:20 Sante fer í hart við Heinemann Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. 19. ágúst 2025 18:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. 23. ágúst 2025 12:20
Sante fer í hart við Heinemann Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. 19. ágúst 2025 18:05