Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 23:45 Palestínski fáninn var dreginn að húni í júní og hefur hann blakt við hlið þess úkraínska sem var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið 2022. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána. Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Af fundargerð að dæma voru fánar eitt helsta umræðuefni á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar á föstudag. Þar var samþykkt að reglur um notkun fána við stjórnsýsluhús Reykjavíkur yrðu endurskoðaðar. Einnig var samþykkt að viðburðarstjórn ráðhússins leggði til reglubreytingar og setti viðmið um hversu lengi fánar skuli blakta við stjórnsýsluhús. Auk þess átti að tryggja að auðveldara sé fyrir kjörna fulltrúa „að sýna þjóðum og íbúum samstöðu þegar við á“ og er þar væntanlega átt við að draga fána annarra þjóða að húni við tilefni. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borginni samþykkti seint í júní að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið. Reyndar var skorið á bönd þeirra fána nokkrum dögum síðar en hafa þeir verið dregnir upp að nýju. Vilja hanna sérfána svo ekki þurfi að flagga fánum annarra þjóða Þetta var þó ekki eina fánamálið til umræðu á fundinum, heldur lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgin léti hanna og framleiða sérstakan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ sem dreginn yrði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir yrðu þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. „Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði,“ skrifa sjálfstæðismennirnir, sem lýstu á sínum tíma óánægju sinni með ákvörðun meirihlutans um að draga palestínufánann að húni. Enn fremur leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram aðra bókun um að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins, að undanskildum fyrrnefndum rauðum dögum sem ekki eru fánadagar. Samþykkt var að vísa báðum tillögum Sjálfstæðismanna til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun á reglum um notkun fána.
Reykjavík Palestína Úkraína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira