Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 23:17 Helgi vill að bætt verði úr stöðu mála í Mjóddinni. Vísir Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“ Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“
Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira