Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 13:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata með samsstarfssamning meirihlutans í höndunum þegar hann var kynntur í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira