„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2025 12:53 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir auðvitað leiðinlegt að heyra fregnir af uppsögnum hjá Vinnslustöðinni. Fréttirnar komi þó ekkert sérstaklega á óvart. Vísir Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verði að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda, sem hún segir upp á 850 milljónir króna á árinu. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. „Þetta eru erfiðar fréttir að fá þegar fólk er að missa vinnuna og í þessu tilfelli þessi fjöldi. Það er auðvitað gríðarlegt högg fyrir sveitarfélagið. Ég veit að þessi vinnsla hefur staðið í erfiðum rekstri undanfarið. Það hafa verið fréttir af því að Vinnslustöðin hafi verið að leita hagræðingaleiða í einhver ár. Þannig að þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Síðustu ár og áratugi hafi það einkennt íslenska útgerð að fyrirtæki hafi verið sameinuð og gripið hafi verið til hagræðinga. „Það er mikilvægur þáttur í verðmætasköpun í sjávarútvegi að vinna fiskinn hér. Það að tengja þetta beint við veiðigjöldin finnst mér svolítið langt seilst í ljósi þessa og í ljósi þess sem við vitum um reksturinn hingað til.“ Gunnþór Ingvason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi sagði um helgina að hann telji líklegt að ráðast þurfi í fleiri uppsagnir vegna hækkunar veiðigjalda. „Hvort komi til frekari hagræðinga getur bara vel verið. Hagræðingar hafa verið saga þessarar greinar eins og margra annarra,“ segir Hanna Katrín. Fylgst verði vel með áhrifunum, meðal annars á vegum Byggðastofnunar. Vinnslustöðin greiddi eigendum sínum fjóra milljarða í arð á síðustu sex árum. Telurðu að hún geti fundið þessa peninga einhvers staðar annars staðar í stað þess að skella skuldinni á ríkisstjórnina? „Mér finnst frábært þegar fyrirtæki geta greitt út arð eftir arðbæran rekstur. Því hærri, því betra. En ekki fyrr en þau hafa greitt það sem þeim ber til þjóðarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07 Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
„Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra, sem sagði í dag að ekki væri hægt að kenna hækkun veiðigjalda um uppsagnir fimmtíu starfsmanna Vinnslustöðvarinnar. 1. september 2025 17:07
Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. 1. september 2025 12:00
Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27