Innlent

Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breið­holti

Árni Sæberg skrifar
Hnífurinn fór á loft í Neðra-Breiðholti.
Hnífurinn fór á loft í Neðra-Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna eftir að hnífur var dreginn á loft í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi. Sá sem dró upp hnífinn lagði til þriðja manns en náði ekki að stinga hann.

Í morgun var greint frá því að lögregla rannsakaða stórfellda líkamsárás í Breiðholti og að gerendur hennar hefði flúð af vettvangi eftir að tilkynnt var um árásina.

Heimir Ríkarðsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Dalvegi í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi enn ekki haft hendur í hári mannanna. Hún telji sig þó vita hverjir þeir eru.

Þeir hafi verið á gangi um Breiðholtið þegar þeir hittu fyrir þriðja mann. Samskipti milli þeirra hafi leitt til þess að annar þeirra dró upp hníf og gerði atlögu að þriðja manninum. Honum hafi þó ekki tekist að særa manninn. Sá hafi ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×