Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 10:09 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira