„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 23:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. vísir/ívar Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“ Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira