Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 08:36 Ísrael er með í undankeppni HM, í riðli með Erling Haaland og félögum í norska landsliðinu. Heimaleikur Ísraela við Noreg fór þó fram í Ungverjalandi. Getty/Sebastian Frej Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira