Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:54 Kimmel sagði aðför stjórnvalda gegn uppistöndurum and-bandaríska. Getty/Variety/John Nacion Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira