Telja dagana frá síðasta innbroti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 06:46 Íbúar í Gamla Garði hafa sett upp skilti í glugga bygginarinnar þar sem segir hversu margir dagar eru liðnir frá því að síðast var brotið inn. Vísir/Vala Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira