Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2025 11:37 Tónleikarnir fóru fram á sunnudegi í stað laugardags í ár. Íbúar virðast sáttir við þá breytingu. Mosfellsbær Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana. Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana.
Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira