Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 12:46 Þorsteinn Roy Jóhannsson var fyrstur Íslendinga í mark á HM í utanvegahlaupum. Mynd/Laugavegshlaupið Þorsteinn Roy Jóhannsson varð í 57. sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í krefjandi aðstæðum á Spáni í dag, í 45 kílómetra hlaupi. Alls hlupu sjö íslenskir keppendur af stað í morgun, fjórir karlar og þrjár konur. Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira
Þorsteinn hljóp á 5:37:23 klukkutímum, í bröttum hlíðum og miklum hæðarbreytingum í Pýreneafjöllunum, og endaði um 55 mínútum á eftir sigurvegaranum. Hinn franski Frédéric Tranchand hljóp til sigurs á 4:42:10 og sló við þremur heimamönnum sem komu næstir á eftir honum. Tranchand var rúmum þremur mínútum á undan næsta manni, Manuel Merillas. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Þorsteinn var í 100. sæti við fyrsta tímatökusvæðið, eftir 6,6 kílómetra, en færði sig sífellt framar eftir því sem leið á hlaupið. Hann var í 70. sæti eftir 34,8 kílómetra og endaði eins og fyrr segir í 57. sæti. Fyrrverandi fótboltamaðurinn Halldór Hermann Jónsson er einnig kominn í mark og varð í 103. sæti á 6:06:13 klukkutímum. Grétar Örn Guðmundsson varð í 115. sæti á 6:13:51. Stefán Pálsson varð svo í 138. sæti á 6:50:50 klukkutímum. Alls lauk 171 keppandi hlaupinu en 27 urðu að hætta keppni. Hin sænska Tove Alexandersson fagnaði sigri í kvennaflokki á 5:04:20 og var með algjöra yfirburði, rúmum hálftíma á undan næstu konu sem var Sara Alonso. Anna Pálmadóttir varð í 67. sæti á 7:03:45 klukkutímum og Íris Anna Skúladóttir skammt þar á eftir, í 72. sæti á 7:11:59. Alls kláruðu 112 konur hlaupið en 50 urðu að hætta og var Elín Edda Sigurðardóttir þar á meðal en hún neyddist til að hætta snemma í hlaupinu. View this post on Instagram A post shared by @wmtrc2025_canfrancpirineos Í fyrramálið keppa svo fimm Íslendingar í enn lengra hlaupi, eða 82 kílómetra hlaupi, og óhætt að segja að íslenski hópurinn sé sterkur. Hann skipa þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, Elísa Kristinsdóttir, Þorbergur Ingi Jónsson og Sigurjón Ernir Sturluson.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Sjá meira