Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 22:01 Gavi í leik á undirbúningstímabilinu. EPA/JEON HEON-KYUN Spænski miðjumaðurinn Gavi mætti á spítalann í Barcelona til að gangast undir einfalda aðgerð en meiðsli hans reyndust mun alvarlegri en í fyrstu var talið. Gavi er tiltölulega nýbúinn að jafna sig af krossbandsslitum í hnénu sem plöguðu hann í tæpt ár, frá nóvember 2023 til október 2024, og héldu honum meðal annars frá keppni þegar Spánn varð Evrópumeistari í fyrra. Hann fór svo að finna aftur til í hnénu í síðasta mánuði og hefur ekki spilað í síðustu leikjum. Læknateymi Barcelona taldi hann vera með marið liðband og ákvað að senda hann í einfalda aðgerð sem átti að taka mánuð að jafna sig á. Þá kom hins vegar í ljós að liðbandið var ekki bara marið heldur algjörlega slitið. Gavi þurfti því að gangast undir mun alvarlegri aðgerð og verður frá í fimm mánuði hið minnsta. Þetta er mikið áfall fyrir hinn meiðslahrjáða Gavi, sem var eitt sinn talinn eitt mesta efni Barcelona. Honum var ætlað að stýra spilinu á miðjunni hjá Barcelona næstu árin með Pedri, samferðamanni sínum úr akademíu Barcelona. Xavi og Gavi.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þeim tveimur var meira að segja líkt við goðsagnirnar Iniesta og Xavi, sá síðarnefndi hefur líka miklar mætur á Gavi og hefur kallað hann „hjarta liðsins með gæðalappir.“ Gavi átti gott tímabil eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í fyrra og var markahæsti leikmaður Barcelona í æfingaferðinni til Asíu í sumar, en þarf nú enn og aftur að einbeita sér að meiðslum. View this post on Instagram A post shared by GAVI (@pablogavi) Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Gavi er tiltölulega nýbúinn að jafna sig af krossbandsslitum í hnénu sem plöguðu hann í tæpt ár, frá nóvember 2023 til október 2024, og héldu honum meðal annars frá keppni þegar Spánn varð Evrópumeistari í fyrra. Hann fór svo að finna aftur til í hnénu í síðasta mánuði og hefur ekki spilað í síðustu leikjum. Læknateymi Barcelona taldi hann vera með marið liðband og ákvað að senda hann í einfalda aðgerð sem átti að taka mánuð að jafna sig á. Þá kom hins vegar í ljós að liðbandið var ekki bara marið heldur algjörlega slitið. Gavi þurfti því að gangast undir mun alvarlegri aðgerð og verður frá í fimm mánuði hið minnsta. Þetta er mikið áfall fyrir hinn meiðslahrjáða Gavi, sem var eitt sinn talinn eitt mesta efni Barcelona. Honum var ætlað að stýra spilinu á miðjunni hjá Barcelona næstu árin með Pedri, samferðamanni sínum úr akademíu Barcelona. Xavi og Gavi.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þeim tveimur var meira að segja líkt við goðsagnirnar Iniesta og Xavi, sá síðarnefndi hefur líka miklar mætur á Gavi og hefur kallað hann „hjarta liðsins með gæðalappir.“ Gavi átti gott tímabil eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í fyrra og var markahæsti leikmaður Barcelona í æfingaferðinni til Asíu í sumar, en þarf nú enn og aftur að einbeita sér að meiðslum. View this post on Instagram A post shared by GAVI (@pablogavi)
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira