Fótbolti

Ársbann frá fót­bolta fyrir skjala­fals

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Facundo Garces sagði fyrst að langafi sinn væri frá Malasíu en dró það svo til baka og sagði að afi sinn væri frá Malasíu.
Facundo Garces sagði fyrst að langafi sinn væri frá Malasíu en dró það svo til baka og sagði að afi sinn væri frá Malasíu.

Sjö leikmenn sem spiluðu landsleik fyrir Malasíu gegn Víetnam í sumar hafa verið dæmdir í eins árs langt bann frá allri fótboltaiðkun eftir að hafa fundist sekir um skjalafals.

Aganefnd FIFA dæmdi mennina sjö - Facundo Garces, Gabrial Arrocha, Rodrigo Holgado, Imanol Machuca, Joao Figueiredo, Jon Irzabal og Hector Hevel í bann fyrir að falsa skjöl sem staðfestu að þeir væru gjaldgengir með landsliðinu.

Enginn þeirra er upprunalega frá Malasíu, eins og nöfnin gefa til kynna eru þeir ættaðir frá Argentínu og Spáni.

Allir voru þeir í byrjunarliði og tveir þeirra skoruðu fyrir Malasíu í 4-0 sigrinum gegn Víetnam síðastliðinn júní í undankeppni HM en úrslit leiksins hafa ekki verið ógild, enn allavega.

Facundo Garces er leikmaður Deportivo Alaves og hefur spilað alla leiki liðsins í spænsku úrvalsdeildinni hingað til á tímabilinu.

Hann útskýrði fyrir fjölmiðlum þegar rannsókn málsins hófst að langafi hans væri frá Malasíu og því mætti hann spila með landsliðinu. Þegar honum var bent á að það mætti aðeins ef afi, amma, mamma hans eða pabbi væri frá Malasíu. Þá sagðist hann hafa ruglast, afi hans væri frá Malasíu en ekki langafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×