Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2025 08:30 Linn Svahn er komin aftur af stað eftir mjög erfiða mánuði. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Sænska skíðagöngukonan Linn Svahn upplifði mikla martröð í hálft ár eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í aðdraganda heimsmeistaramótsins á skíðum í byrjun ársins. Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn. Skíðaíþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Hin 25 ára gamla Svahn var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þrándheimi í Noregi þegar hún féll illa. Hún fékk heilahristing og meiddist einnig á hálsi. Hún missti af heimsmeistaramótinu en það var þó bara upphafið af mikill martröð. @Sportbladet Svahn er nú komin aftur af stað og hefur sagt frá því sem hún gekk í gegnum þessa erfiðu mánuði. Það er ekkert grín að fá heilahristing. „Ég gubbaði mjög mikið,“ sagði Linn Svahn meðal annars um eftirmála höfuðhöggsins. Eftir að hún náði sér af heilahristingnum þá kom í ljós að hún hafði einnig meiðst á hálsi. Það þýddi að hún gat ekkert æft í sumar. Var vöruð við þessu „Það var vendipunktur hjá mér þegar fimm mánuðir voru liðnir frá slysinu. Þá gat ég aftur gert allt á ný. Þetta var reyndar eins og fólk varaði mig við um að það gæti tekið sex mánuði að ná sér,“ sagði Svahn „Í lok júlí og byrjun ágúst þá fór að ganga betur og ég gat aftur æft á fullu,“ sagði Svahn. Hún lýstir fyrstu vikunum eftir slysið sem algjörri martröð. „Fyrstu tíu dagarnir voru hræðilegir, þessi fyrsta rúma vika. Ég svaf þá í tuttugu tíma á dag. Það er erfitt hreinlega eftir að ímynda sér að það sé bara hægt að sofa svo mikið svona þar til að þú lendir í því sjálfur. Vakandi í hálftíma, sofa síðan í tvo tíma og svo framvegis,“ sagði Svahn. Hatar göngutúra Svahn sagði frá því að hún gat ekki gengið í meira en fimm mínútur áður en allt fór á versta veg aftur. „Ég hata göngutúra. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara út að ganga. Ég vil taka á því á æfingu. Ég þurfti hins vegar að byrja þar þegar ég var að byrja aftur eftir slysið. Ég reyndi að fara út að ganga en þá komu einkennin aftur og ég fór að gubba á ný. Ég get ekki gengið í meira en fimm mínútur og þannig var þetta í langan tíma,“ sagði Svahn. „Það sem er mest sláandi eru andstæðurnar. Fara úr því að vera í toppformi að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramót í það að vera hreinlega í erfiðleikum með að komast í gegnum daglegt líf. Þetta voru miklir öfgar. Fyrir mig var kannski gott að þetta varð svona slæmt því baráttan hjá mér snerist bara um það að reyna að lifa þetta af,“ sagði Svahn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira