Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. október 2025 17:50 Jón Þór Hauksson á að bjarga Vestra. vísir / jón gautur KA og Vestri áttust við í mikilvægum leik í neðri hluta Bestu deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri. Fyrir leik var KA í 8. sæti með 32 stig og Vestri í því tíunda, stigi frá fallsæti. Leikur var fremur tíðindarlítill en bæði lið áttu sína kafla. Þannig fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson gott færi á 10. mínútu þegar hann fékk boltann inn á teig en í stað þess að skjóta af mjög stuttu færi lagði hann boltann í átt að Birni en sendingin misheppnuð og boltinn út af. Þetta átti eftir að einkenna KA menn stóran hluta leiksins en fjöldi misheppnaðra sending hjá heimamönnum var mjög hár. Krafturinn og orkan var með gestunum og heimamenn undir bæði á miðjunni og þegar þeir nálguðust teig gestanna. Það dróg til tíðinda á 37. mínútu en Jeppe Pedersen átti þá fyrirgjöf inn á teig KA manna sem fór í gegnum allan pakkann og endaði í netinu. Gestirnir komnir yfir 0-1 og leiddu þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo á 65. mínútu að KA menn komust nálægt því að skora þegar Diego Montiel missti boltann á slæmum stað og Birnir Snær Ingason náði til boltans og keyrði inn á teig. Hann náði skoti úr þröngri stöðu en boltinn framhjá. KA fékk aftur tækifæri til að skora á 76. mínútu þegar boltinn barst inn á teig þar sem Guðjón Ernir Hrafnkelsson var mættur en skot hans framhjá. Tveimur mínútum síðar fékk KA aukaspyrnu nálægt vítateig Vestramanna. Hallgrímur Mar Steingrímsson með góðan bolta inn á teig þar sem Hans Viktor Guðmundsson reis manna hæst og skallaði boltann í slánna og inn og allt orðið jafnt, 1-1. Mörkin urðu ekki fleiri, jafntefli tryggir KA mönnum sæti í Bestu deildinni og Vestramenn eru nú með tveggja stiga forskot á Aftureldingu og þriggja stiga forskot á KR. Atvik leiksins KA menn voru búnir að vera að leita að jöfnunarmarkinu án þess þó að ógna eitthvað af viti. Vestramenn mjög þéttir til baka og grimmir á alla bolta sem komu inn á teiginn en fá svo mark á sig úr föstu leikatriði, gríðarlega svekkjandi fyrir gestina en mark sem tryggði veru heimamanna í deild þeirra bestu. Stjörnur og skúrkar Vestramenn komu með töluvert hærra orkustig inn í leikinn og tilbúnir að leggja sig fram sem lið þannig stjarnan í því tilfelli er liðsheildin. KA menn mættu andlausir til leiks, ótrúlegur fjöldi misheppnaðra sendinga og mistaka einkenndu leik heimamanna í dag sem oft á tíðum virtust ekki nenna þessu. Stemmning og umgjörð Það var rólegt í stúkunni í dag, kalt og vindasamt en ágætis mæting. Stuðningsmenn Vestra mættu með trommur og létu í sér heyra. Dómarinn Það fór ekki mikið fyrir dómarartríóinu í dag, ekki margir stórir dómar sem þurfti að fella. Hallgrímur Jónasson: „Það þarf betra viðhorf“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég er fyrst og fremst ánægður með að Jonathan hafi fengið að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa slitið hásin. Ég var líka ánægður með margt hjá okkur í seinni hálfleik. Valdimar sem spilaði 90 mínútur á miðvikudaginn stóð sig til að mynda mjög vel. Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður. Við fengum á okkur klaufalegt mark og mér fannst við ekki gera hlutina nógu vel. Það vantaði einhvern veginn áhuga hjá mínu liði og það fer alltaf í taugarnar á þjálfurum þegar menn sýna ekki metnaðinn sem þarf til að vinna fótboltaleiki.“ „Það er þó ljósir punktar líka, til dæmis er ekkert auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent undir þannig að það var jákvætt og við fáum svo sannarlega færi. Ívar skallar til að mynda framhjá, Guðjón fær dauðafæri og Grímsi líka í upphafi leiks. Mér fannst líka Vestramenn ekki fá mörg færi og markið sem þeir skora var líka frekar klaufalegt.“ Það var þó ýmislegt sem Hallgrími fannst vanta hjá sínum mönnum í dag. „Meira og betra viðhorfa, ég veit að við höfum ekki að miklu að keppa en jafntefli í dag gerir það að verkum að við erum öruggir að halda okkar sæti í deildinni og það var markmið númer eitt eftir að við enduðum í neðri helming. Það er alveg á hreinu að við þurfum að fá betra viðhorf, við þurfum að hlaupa meira og vera grimmari því að þá er gaman og þá áttu möguleika á að vinna fótboltaleiki Við erum að fara að spila á móti ÍA og ÍBV og ef við komum með þetta viðhorf þá verðum við í alvöru veseni í þeim tveimur leikjum. Þannig mín vinna núna fyrir næsta leik er að fá menn upp á tærnar, hafa gaman á æfingum og að menn mæti 100% í þessa tvo leiki. Það munu fleiri strákar fá séns í þessum tveimur leikjum og ég vil að þeir komi inn í það umhverfi að allir í kringum þá séum að leggja sig fram.“ Besta deild karla KA Vestri Íslenski boltinn Fótbolti
KA og Vestri áttust við í mikilvægum leik í neðri hluta Bestu deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri. Fyrir leik var KA í 8. sæti með 32 stig og Vestri í því tíunda, stigi frá fallsæti. Leikur var fremur tíðindarlítill en bæði lið áttu sína kafla. Þannig fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson gott færi á 10. mínútu þegar hann fékk boltann inn á teig en í stað þess að skjóta af mjög stuttu færi lagði hann boltann í átt að Birni en sendingin misheppnuð og boltinn út af. Þetta átti eftir að einkenna KA menn stóran hluta leiksins en fjöldi misheppnaðra sending hjá heimamönnum var mjög hár. Krafturinn og orkan var með gestunum og heimamenn undir bæði á miðjunni og þegar þeir nálguðust teig gestanna. Það dróg til tíðinda á 37. mínútu en Jeppe Pedersen átti þá fyrirgjöf inn á teig KA manna sem fór í gegnum allan pakkann og endaði í netinu. Gestirnir komnir yfir 0-1 og leiddu þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo á 65. mínútu að KA menn komust nálægt því að skora þegar Diego Montiel missti boltann á slæmum stað og Birnir Snær Ingason náði til boltans og keyrði inn á teig. Hann náði skoti úr þröngri stöðu en boltinn framhjá. KA fékk aftur tækifæri til að skora á 76. mínútu þegar boltinn barst inn á teig þar sem Guðjón Ernir Hrafnkelsson var mættur en skot hans framhjá. Tveimur mínútum síðar fékk KA aukaspyrnu nálægt vítateig Vestramanna. Hallgrímur Mar Steingrímsson með góðan bolta inn á teig þar sem Hans Viktor Guðmundsson reis manna hæst og skallaði boltann í slánna og inn og allt orðið jafnt, 1-1. Mörkin urðu ekki fleiri, jafntefli tryggir KA mönnum sæti í Bestu deildinni og Vestramenn eru nú með tveggja stiga forskot á Aftureldingu og þriggja stiga forskot á KR. Atvik leiksins KA menn voru búnir að vera að leita að jöfnunarmarkinu án þess þó að ógna eitthvað af viti. Vestramenn mjög þéttir til baka og grimmir á alla bolta sem komu inn á teiginn en fá svo mark á sig úr föstu leikatriði, gríðarlega svekkjandi fyrir gestina en mark sem tryggði veru heimamanna í deild þeirra bestu. Stjörnur og skúrkar Vestramenn komu með töluvert hærra orkustig inn í leikinn og tilbúnir að leggja sig fram sem lið þannig stjarnan í því tilfelli er liðsheildin. KA menn mættu andlausir til leiks, ótrúlegur fjöldi misheppnaðra sendinga og mistaka einkenndu leik heimamanna í dag sem oft á tíðum virtust ekki nenna þessu. Stemmning og umgjörð Það var rólegt í stúkunni í dag, kalt og vindasamt en ágætis mæting. Stuðningsmenn Vestra mættu með trommur og létu í sér heyra. Dómarinn Það fór ekki mikið fyrir dómarartríóinu í dag, ekki margir stórir dómar sem þurfti að fella. Hallgrímur Jónasson: „Það þarf betra viðhorf“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Pawel „Þetta eru blendnar tilfinningar. Ég er fyrst og fremst ánægður með að Jonathan hafi fengið að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa slitið hásin. Ég var líka ánægður með margt hjá okkur í seinni hálfleik. Valdimar sem spilaði 90 mínútur á miðvikudaginn stóð sig til að mynda mjög vel. Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður. Við fengum á okkur klaufalegt mark og mér fannst við ekki gera hlutina nógu vel. Það vantaði einhvern veginn áhuga hjá mínu liði og það fer alltaf í taugarnar á þjálfurum þegar menn sýna ekki metnaðinn sem þarf til að vinna fótboltaleiki.“ „Það er þó ljósir punktar líka, til dæmis er ekkert auðvelt að koma til baka eftir að hafa lent undir þannig að það var jákvætt og við fáum svo sannarlega færi. Ívar skallar til að mynda framhjá, Guðjón fær dauðafæri og Grímsi líka í upphafi leiks. Mér fannst líka Vestramenn ekki fá mörg færi og markið sem þeir skora var líka frekar klaufalegt.“ Það var þó ýmislegt sem Hallgrími fannst vanta hjá sínum mönnum í dag. „Meira og betra viðhorfa, ég veit að við höfum ekki að miklu að keppa en jafntefli í dag gerir það að verkum að við erum öruggir að halda okkar sæti í deildinni og það var markmið númer eitt eftir að við enduðum í neðri helming. Það er alveg á hreinu að við þurfum að fá betra viðhorf, við þurfum að hlaupa meira og vera grimmari því að þá er gaman og þá áttu möguleika á að vinna fótboltaleiki Við erum að fara að spila á móti ÍA og ÍBV og ef við komum með þetta viðhorf þá verðum við í alvöru veseni í þeim tveimur leikjum. Þannig mín vinna núna fyrir næsta leik er að fá menn upp á tærnar, hafa gaman á æfingum og að menn mæti 100% í þessa tvo leiki. Það munu fleiri strákar fá séns í þessum tveimur leikjum og ég vil að þeir komi inn í það umhverfi að allir í kringum þá séum að leggja sig fram.“