Sport

Dag­skráin í dag: Tommi og Nablinn á Extra­leikunum

Sindri Sverrisson skrifar
Það vantar ekki keppnisskapið í Nablann og Tomma Steindórs.
Það vantar ekki keppnisskapið í Nablann og Tomma Steindórs. Sýn Sport

Eftir drekkhlaðna helgi af beinum útsendingum er nokkuð rólegur mánudagur á sportstöðvum Sýnar í dag en vert að minna á Extra-þátt Stefáns Árna Pálssonar um Bónus-deild karla í körfubolta.

Þátturinn er á dagskrá á Sýn Sport Ísland í kvöld klukkan 20 og að venju verður farið yfir hlutina á léttu nótunum. Þá verður forvitnilegt að sjá næstu grein í Extraleikunum þar sem þeir Tommi Steindórs og Nablinn mætast og þarf sá síðarnefndi núna að fara að svara fyrir sig eftir umtalsverða yfirburði Rangæingsins í fyrri greinum.

Á Sýn Sport Viaplay verður fótbolti í boði þegar Port Vale og Stockport eigast við í ensku C-deildinni en vert er að minna á þætti gærdagsins af Stúkunni og Sunnudagsmessunni fyrir þá sem misstu af þeim.

Laust fyrir miðnætti, eða klukkan 23:30, er svo leikur Dodgers og Blue Jays í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta, á Sýn Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×