Veður

Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld

Lovísa Arnardóttir, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Snjódýpt mælist víða á milli 30 og 40 sentímetrar á höfuðborgarsvæðinu.
Snjódýpt mælist víða á milli 30 og 40 sentímetrar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun hefur tekið gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hefur verið hvatt að halda sig heima eða koma sér heim sem fyrst. Strætisvagnar séu besti kosturinn. 

Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað og fólk hvatt til að sækja börn snemma í leikskóla geti það gert það.  Umferðartafir eru verulegar og færð erfið víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir snjómokstur. 

Ekki er útlit fyrir að veðrið verði jafn slæmt og spáð var fyrir í kvöld. Veðurstofa Íslands boðaði appelsínugular veðurviðvaranir en vegna batnandi veðurs var þeim breytt í gular veðurviðvaranir.

Mikið magn af snjó heldur áfram að hafa áhrif á vegfarendur. Aldrei hefur jafn mikill snjór fallið á höfuðborgarsvæðinu í októbermánuði, alls 27 sentímetrar.

Hefur veðrið áhrif á þig? Hvernig? Sendu okkur ábendingu og myndir á ritstjorn@visir.is eða sem Fréttaskot hér.


Fréttastofa fylgist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×