Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 08:30 Karlotta Ósk Óskarsdóttir er ótrúleg hlaupakona sem getur hlaupið mjög langt og í mjög langan tíma. Vísir / Lýður Valberg Karlotta Ósk Óskarsdóttir er stanslaust á hlaupum og notar þau til að gera upp fortíðina. Hún horfir þá líka til framtíðar og ætlar sér að setja fleiri Íslandsmet í framtíðinni. Ágúst Orri Arnarson hitti ofurhlauparann í Elliðaárdalnum. Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Karlotta Ósk er ótrúleg íþróttakona. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet síðustu fjóra mánuði og varð í sumar fyrsta konan til að hlaupa fimm hundruð kílómetra eða meira. Það gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar. Síðustu helgi sló Karlotta Íslandsmetið þegar hún hljóp í 48 klukkutíma. Já, klukkutíma, ekki kílómetra. Ágúst Orri vildi fá að vita hvernig þetta er hægt. Fólk að gráta þegar enginn sér til „Það er reyndar góð spurning en ég held að flestir svona ofurhlauparar eigi það líklega sameiginlegt að þeir séu að hlaupa í burtu frá einhverju,“ sagði Karlotta, en það þannig hjá henni líka? „Já, er það ekki bara þannig hjá öllum? Því ég held að allir eigi eitthvað, eitthvað sem þeir pæla í, hugsa um og eru að standa í. Ég er búin að hitta núna svo marga ofurhlaupara og mjög oft er fólk jafnvel að gráta þegar enginn sér til. Þetta er oft svona bara losun líka. Það eiginlega minnkar líka sársaukann að gera upp fortíðina,“ sagði Karlotta. „Þegar þú hleypur mörg hundruð kílómetra, ert þú vakandi í marga sólarhringa mögulega. Fólk hugsar kannski með sér, hún hlýtur nú að vera bara eitthvað rugluð. Hvað, hvað segirðu við því,“ spurði Ágúst. Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont „Það er náttúrulega bara ákveðið rugl í öllum sem standa í þessu. Þetta er náttúrulega bara ógeðslega erfitt, ógeðslega vont, kostar mikla peninga og ég veit ekki hvað maður er eiginlega að pæla,“ sagði Karlotta en uppskera er góð tilfinning þegar afrekinu er náð. „Að koma í mark einhvern veginn eftir að hafa gert eitthvað svona ógeðslega erfitt. Maður brosir oft bara í heila viku á eftir,“ sagði Karlotta. Meðfram þessum löngu hlaupum og svefnlausu nóttum er Karlotta móðir og í fullu starfi. Til dæmis mætti hún á skrifstofuna á mánudagsmorgun eftir 48 tíma hlaup um helgina. Hún segir mikilvægt að vera alltaf á hreyfingu. Hún æfir helst þrisvar á dag og er með fleiri háleit markmið. Gaman að taka þetta met hingað heim „Mig langar svolítið að reyna að fara aftur og taka kannski sex hundruð kílómetra. Og svo er náttúrulega, ég sá þennan gaur hérna frá Kanada sem að hljóp hérna hringinn í kringum Ísland og var að setja eitthvað heimsmet í því á 14 dögum og eitthvað 13 klukkutímum, held ég. Ég hugsaði bara um leið og ég sá þetta, bara, ég gæti gert þetta og nú langar mig að taka þetta heimsmet. Það væri nú gaman að taka þetta met hingað heim,“ sagði Karlotta en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira