Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hverfadagar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Vísir/Ívar Fannar Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39