Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2025 20:25 Boeing 757-þota Icelandair í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Lýður Valberg Sveinsson Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi. Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá þotuna lyfta sér af Reykjavíkurflugvelli en einnig aðrar flugvélar streyma út og inn í dag. Þannig lenti Dash 8-vél Icelandair frá Ísafirði um hádegisbil en þangað hafði ekki verið hægt að fljúga frá því á laugardag. Hún var nánast fullsetin farþegum að vestan. Setið var í 35 sætum af 37 um borð. Norlandair tókst einnig í morgun að komast í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja, sem og til annarra áfangastaða, þar á meðal Gjögurs á Ströndum. Hjá Icelandair var það Boeing-þotan sem gerði gæfumuninn í gærkvöldi. Egilsstaðaþotan á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Farþegar ganga um borð.Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson „Við fengum 757 til okkar sem náði að taka nánast alla á Egilsstaði,“ sagði Sara Líf Snorradóttir, þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, í dag. Þotan dugði þó ekki til og sendi Icelandair 76 sæta Dash 8-vél í aukaflug til Egilsstaða í morgun til að hreinsa upp restina á biðlistanum. Þá tókst Icelandair að komast á Hornafjörð í dag og Akureyrarflug gekk að mestu samkvæmt áætlun. „Við bara náum að hreinsa þetta allt upp,” sagði Sara. Dash 8 Q400-vél kemur úr aukaflugi frá Egilsstöðum í dagLýður Valberg Sveinsson Boeing-þotan flutti í gærkvöldi 184 farþega til Egilsstaða og jafnmarga til baka til Reykjavíkur en þar lenti hún seint í gærkvöldi. Hún var svo í morgun ferjuð frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur. -En kvarta borgarbúar ekkert undan svona þotu? „Nei, alls ekki. Ég hef allavegana ekkert heyrt um það. Ég held að flestum finnist þetta bara spennandi að fá þotuna til okkar.“ -Og farþegunum líka? „Já, farþegunum svo sannarlega líka,“ svarar þjónustustjóri Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Icelandair Fréttir af flugi Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Boeing Samgöngur Tengdar fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03 Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. 1. desember 2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. 1. desember 2025 21:00
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30. nóvember 2025 14:29