Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 22:29 Júrí Úsjakóv og Vladimír Pútín á fundinum í kvöld. Steve Witkoff er á milli þeirra. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39