Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:57 Konur eru líklegri til að sjá um heimilisþrif. Getty Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni. Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni.
Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira