Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 17:07 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. „Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til ETA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar. Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
„Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til ETA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar.
Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira