Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 09:30 Halli Egils var laufléttur í gær og segir spennuna ekki taka völdin fyrr en hann mæti á svæðið á Bullseye. Sýn Sport Pílukastarinn magnaði Halli Egils hugðist hætta en 7.000 Þjóðverjar létu hann skipta um skoðun. Í kvöld getur hann unnið Úrvalsdeildina í pílukasti í annað sinn, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og fullan sal af fólki á Bullseye við Snorrabraut. Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye. Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye.
Pílukast Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira