Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2025 22:01 Drengurinn hefur ítrekað ráðist á strætisbílstjóra við Krossmóa. Vísir/Vilhelm Sextán ára drengur sem hefur ítrekað ráðist á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Drengurinn er forsjárlaus en fékk að dvelja hjá frænku sinni sem hann endaði á að ráðast á. Drengurinn var alls ákærður fyrir sex líkamsárásir sem áttu sér stað frá september í fyrra til mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir fjögur fíkniefna- og vopnalagabrot. Hann var fundinn sekur um allar líkamsárásirnar og játaði sök í öllum fíkniefna- og vopnalagabrotunum. Af þeim sex líkamsárásum sem drengurinn var kærður fyrir voru þrjár gegn einum og sama bílstjóra strætisvagns. Fyrsta brotið gegn bílstjóranum átti sér stað þann 18. október 2024 en að sögn bílstjórans var drengurinn að reykja rafrettu í strætisvagninum, fór út á enda leiðarinnar en kom síðar aftur með tveimur vinum. Vagnstjórinn rak þá út úr vagninum vegna reykinganna og þegar hann ætlaði að loka hurðinni höfðu strákarnir haldið hurðinni opinni og drengurinn kýldi hann í andlitið og braut gleraugu bílstjórans. Þegar drengurinn var spurður af lögreglu af hverju hann kýldi vagnstjórann, en atvikið náðist á upptöku, sagðist hann ekki vita af hverju. „Ég veit það ekki. Hann þurfti að segja eitthvað shit við mig. Ég kýli ekkert fólk randomly,“ sagði drengurinn en sagði fyrir dómi að bílstjórinn hefði ýtt honum og því hefði hann kýlt hann í varnarskyni. Dómarinn leit svo á að ekki gæti hann borið fyrir sig neyðarvörn þar sem hann hefði hæglega getað gengið á brott og var drengurinn dæmdur sekur. „Hann á að keyra“ Önnur líkamsárásin gegn bílstjóranum átti sér stað 12. desember við Krossmóa. Að sögn bílstjórans átti drengurinn að hafa farið inn í strætisvagn að aftan en bílstjórinn sagt honum að yfirgefa vagninn þar sem drengurinn hefði áður ráðist á hann og væri þekktur fyrir að bera hníf. „Ég er ekki að fara drulla mér út ef þessi hommi segir mér að drulla mér út. Hann á að keyra,“ sagði drengurinn við skýrslutöku. Drengurinn yfirgaf vagninn en tók við að lemja á hurðina til að fá bílstjórann til að opna vagninn. Bílstjórinn yfirgaf vagninn og kom til átaka á milli þeirra en drengurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hann og sparkað í bringu hans. Nokkur vitni voru að atvikinu sem héldu drengnum aftur, sem var dæmdur sekur fyrir að hafa lamið bílstjórann. Þann 10. mars 2025 barst lögreglu önnur tilkynning um líkamsárás í Krossmóa. Drengurinn og áðurnefndur bílstjóri voru á vettvangi þegar lögreglu bar að garði en bílstjórinn sagði að drengurinn hefði ráðist á sig og var sá síðarnefndi handtekinn í kjölfarið. Vitni sáu bílstjórann neita drengnum um far með vagninum þar sem hann greiddi ekki fargjaldið. Annað vitnið, og jafnframt vinur drengsins, sagði við lögreglu að drengurinn og bílstjórinn væru með eitthvað „beef“. Missamræmi er á milli frásagnar bílstjórans og drengsins en sá síðarnefndi hélt því fram að bílstjórinn hefði skallað sig. Hann viðurkenndi að hafa „smettað“ bílstjórann, hent honum í jörðina og slegið hann tvisvar til þrisvar en neitar því að hafa sparkað í bílstjórann. Bílstjórinn neitaði því að hafa byrjað átökin en samkvæmt vitni sem var á staðnum var það drengurinn sem sló fyrsta höggið. Fingur bílstjórans brotnaði í átökunum en engir áverkar voru sem studdu frásögnina að hann hefði skallað drenginn. Drengurinn réðst síðan á annan bílstjóra þann 30. nóvember 2024 og játaði sök í því máli. Í dóminum kemur fram að hann sló bílstjórann einu sinni með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og kvarnaðist úr framtönn hægra megin. Á herðum Barnaverndar eftir að móðirin afsalaði sér forsjá Drengurinn var kærður og sakfelldur fyrir tvær aðrar líkamsárásir, annars vegar fyrir að kýla annan í öxlina fyrir utan Vatnaveröld og hins vegar fyrir að ráðast á frænku sína sem hann bjó hjá. Móðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins og hefur faðirinn aldrei verið með forræði. Drengurinn er því í umsjón Barnaverndar. Hann dvaldi því hjá föðursystur sinni um tíma, gegn því að hann myndi ekki neyta fíkniefna. Hana grunaði að hann hefði neytt fíkniefna og sagði drengnum að hann gæti ekki búið hjá henni ef hann héldi áfram. Þá myndi hún segja tengdaforeldrum drengsins frá fíkniefnaneyslunni. Drengurinn reiddist, réðst á frænku sína og endað höfuð hennar á borðplötunni. Hún hlaut áverka í munni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði frænkan að hann hefði ekki áður hagað sér á þann hátt við hana en að hann væri ekki heilbrigt barn. Drengurinn viðurkenndi að hafa reiðst og ætlað að taka af henni símann. Faldi fíkniefni í nærbuxum á Stuðlum Drengurinn játaði sök í fjórum fíkniefna- og vopnalagabrotum. Í september 2024 fundust 8,80 grömm af amfetamíni í hans fórum og mánuði síðar voru höfð af honum 9,88 grömm af amfetamíni og 4,12 grömm af marijúna. Hann hafði falið efnin í nærbuxunum sínum þegar hann var á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þá var hann tvisvar sinnum með hníf á almannafæri, annars vegar með sextán sentimetra löngu blaði á tjaldsvæði í Sandgerði og hins vegar með með tíu sentimetra löngu blaði í Reykjanesbæ. Dómur drengsins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef héraðsdóms. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin og þurfti alls að greiða rúmar sex milljónir króna. Tekinn var til hliðsjónar aldur drengsins og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Dómsmál Reykjanesbær Meðferðarheimili Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Drengurinn var alls ákærður fyrir sex líkamsárásir sem áttu sér stað frá september í fyrra til mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir fjögur fíkniefna- og vopnalagabrot. Hann var fundinn sekur um allar líkamsárásirnar og játaði sök í öllum fíkniefna- og vopnalagabrotunum. Af þeim sex líkamsárásum sem drengurinn var kærður fyrir voru þrjár gegn einum og sama bílstjóra strætisvagns. Fyrsta brotið gegn bílstjóranum átti sér stað þann 18. október 2024 en að sögn bílstjórans var drengurinn að reykja rafrettu í strætisvagninum, fór út á enda leiðarinnar en kom síðar aftur með tveimur vinum. Vagnstjórinn rak þá út úr vagninum vegna reykinganna og þegar hann ætlaði að loka hurðinni höfðu strákarnir haldið hurðinni opinni og drengurinn kýldi hann í andlitið og braut gleraugu bílstjórans. Þegar drengurinn var spurður af lögreglu af hverju hann kýldi vagnstjórann, en atvikið náðist á upptöku, sagðist hann ekki vita af hverju. „Ég veit það ekki. Hann þurfti að segja eitthvað shit við mig. Ég kýli ekkert fólk randomly,“ sagði drengurinn en sagði fyrir dómi að bílstjórinn hefði ýtt honum og því hefði hann kýlt hann í varnarskyni. Dómarinn leit svo á að ekki gæti hann borið fyrir sig neyðarvörn þar sem hann hefði hæglega getað gengið á brott og var drengurinn dæmdur sekur. „Hann á að keyra“ Önnur líkamsárásin gegn bílstjóranum átti sér stað 12. desember við Krossmóa. Að sögn bílstjórans átti drengurinn að hafa farið inn í strætisvagn að aftan en bílstjórinn sagt honum að yfirgefa vagninn þar sem drengurinn hefði áður ráðist á hann og væri þekktur fyrir að bera hníf. „Ég er ekki að fara drulla mér út ef þessi hommi segir mér að drulla mér út. Hann á að keyra,“ sagði drengurinn við skýrslutöku. Drengurinn yfirgaf vagninn en tók við að lemja á hurðina til að fá bílstjórann til að opna vagninn. Bílstjórinn yfirgaf vagninn og kom til átaka á milli þeirra en drengurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hann og sparkað í bringu hans. Nokkur vitni voru að atvikinu sem héldu drengnum aftur, sem var dæmdur sekur fyrir að hafa lamið bílstjórann. Þann 10. mars 2025 barst lögreglu önnur tilkynning um líkamsárás í Krossmóa. Drengurinn og áðurnefndur bílstjóri voru á vettvangi þegar lögreglu bar að garði en bílstjórinn sagði að drengurinn hefði ráðist á sig og var sá síðarnefndi handtekinn í kjölfarið. Vitni sáu bílstjórann neita drengnum um far með vagninum þar sem hann greiddi ekki fargjaldið. Annað vitnið, og jafnframt vinur drengsins, sagði við lögreglu að drengurinn og bílstjórinn væru með eitthvað „beef“. Missamræmi er á milli frásagnar bílstjórans og drengsins en sá síðarnefndi hélt því fram að bílstjórinn hefði skallað sig. Hann viðurkenndi að hafa „smettað“ bílstjórann, hent honum í jörðina og slegið hann tvisvar til þrisvar en neitar því að hafa sparkað í bílstjórann. Bílstjórinn neitaði því að hafa byrjað átökin en samkvæmt vitni sem var á staðnum var það drengurinn sem sló fyrsta höggið. Fingur bílstjórans brotnaði í átökunum en engir áverkar voru sem studdu frásögnina að hann hefði skallað drenginn. Drengurinn réðst síðan á annan bílstjóra þann 30. nóvember 2024 og játaði sök í því máli. Í dóminum kemur fram að hann sló bílstjórann einu sinni með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og kvarnaðist úr framtönn hægra megin. Á herðum Barnaverndar eftir að móðirin afsalaði sér forsjá Drengurinn var kærður og sakfelldur fyrir tvær aðrar líkamsárásir, annars vegar fyrir að kýla annan í öxlina fyrir utan Vatnaveröld og hins vegar fyrir að ráðast á frænku sína sem hann bjó hjá. Móðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins og hefur faðirinn aldrei verið með forræði. Drengurinn er því í umsjón Barnaverndar. Hann dvaldi því hjá föðursystur sinni um tíma, gegn því að hann myndi ekki neyta fíkniefna. Hana grunaði að hann hefði neytt fíkniefna og sagði drengnum að hann gæti ekki búið hjá henni ef hann héldi áfram. Þá myndi hún segja tengdaforeldrum drengsins frá fíkniefnaneyslunni. Drengurinn reiddist, réðst á frænku sína og endað höfuð hennar á borðplötunni. Hún hlaut áverka í munni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði frænkan að hann hefði ekki áður hagað sér á þann hátt við hana en að hann væri ekki heilbrigt barn. Drengurinn viðurkenndi að hafa reiðst og ætlað að taka af henni símann. Faldi fíkniefni í nærbuxum á Stuðlum Drengurinn játaði sök í fjórum fíkniefna- og vopnalagabrotum. Í september 2024 fundust 8,80 grömm af amfetamíni í hans fórum og mánuði síðar voru höfð af honum 9,88 grömm af amfetamíni og 4,12 grömm af marijúna. Hann hafði falið efnin í nærbuxunum sínum þegar hann var á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þá var hann tvisvar sinnum með hníf á almannafæri, annars vegar með sextán sentimetra löngu blaði á tjaldsvæði í Sandgerði og hins vegar með með tíu sentimetra löngu blaði í Reykjanesbæ. Dómur drengsins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef héraðsdóms. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin og þurfti alls að greiða rúmar sex milljónir króna. Tekinn var til hliðsjónar aldur drengsins og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Dómsmál Reykjanesbær Meðferðarheimili Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira