Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2025 06:53 Leiðtogar Evrópu standa þétt við bakið á Selenskí og Úkraínu, enda mikið í húfi. Getty/Carl Court Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira