Íslenski boltinn

Enn kvarnast úr liði Blika

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kyla Burns er þriðji leikmaðurinn sem fer frá Blikum í vetur.
Kyla Burns er þriðji leikmaðurinn sem fer frá Blikum í vetur. Mynd/Delaware

Markvörðurinn Kyla Burns hefur yfirgefið Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur félagið eftir tímabilið.

Breiðablik greindi frá tíðindum á samfélagsmiðlum í gær. Burns spilaði aðeins einn leik fyrir Blika, við Val á seinni hluta sumars, eftir að hafa samið við félagið í júlí.

Burns er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur Breiðablik eftir tímabilið. Bandaríski sóknartengiliðurinn Sammy Smith yfirgaf félagið eftir að samningur hennar rann út og varnartengiliðurinn Heiða Ragney Viðarsdóttir samdi við Eskiltuna í Svíþjóð.

Breiðablik komst áfram í 8-liða úrslit í Evrópubikarnum með sigri á Danmerkurmeisturum Fortuna Hjörring í síðustu leikjum Nik Chamberlain sem þjálfara liðsins.

Ian Jeffs tók við stjórnartaumunum og stýrir Blikum þegar liðið mætir Hacken frá Svíþjóð í Evrópubikarnum í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×