Erlent

Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Getty

Minnst einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir þyrluslys sem varð við bæinn Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum í dag.

Slysið varð þegar tvær fljúgandi þyrlur rákust utan í hvora aðra. Báðar þeirra féllu í kjölfarið til jarðar. Eftir fallið kviknaði í annarri þeirra, en slökkvilið hefur gert út af við eldinn.

„Ég hélt í fyrstu að þetta væri einungis ein þyrla, og þá sá ég aðra koma niður með sama hætti,“ sagði vitni í samtali við ABC-fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×