Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 22:33 Trump og Selenskíj tókust í hendur að fundi þeirra loknum. Þeir voru sammála um að fundurinn hefði verið góður. Getty „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. „Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira