Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Agnar Már Másson skrifar 17. janúar 2026 21:08 Karólína Helga Símonardóttir er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum 2026. Aðsend Karólína Helga Símonardóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði í dag og mun því leiða flokkinn í sveitarfélaginu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún hafði betur gegn Jóni Inga Hákonarsyni, sem hefur leitt listann síðustu átta ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Viðreisn í Hafnarfirði. Karólína hlaut tæplega 52 prósent atkvæða (317 atkvæði) í rafrænu prófkjöri sem haldið var í dag. Jón Ingi, hefur verið eini fulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði síðustu frá 2018, hlaut 42 prósent atkvæða (259 atkvæði). Annað sætið í prófkjörinu hlaut Árni Stefán Guðjónsson sem bauð sig bæði fram í fyrsta og annað sætið. Árni hlaut 334 atkvæði í annað sæti en 27 í hið fyrsta. Hann hlaut því 59 prósent atkvæða samanborið við 20 prósent sem féllu í skaut mótframbjóðanda hans, Hjördísi Láru Hlíðberg (110 atkvæði í annað sæti). Karólína Helga Símonardóttir oddviti Viðreisnar og Árni Stefán Guðjónsson, sem skipar 2. sætið.Aðsend Jón Ingi mun því skipa þriðja sætið og Hjördís fjórða. Karólína Helga Símonardóttir, sem er fertug, er mannfræðingur að mennt og með kennsluréttindi á öllum skólastigum auk þess sem hún er atvinnurekandi. Hún hefur verið varabæjarfulltrúi Viðreisnar síðasta kjörtímabil og er 1. varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Þá var hún áður varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árið 2017. Árni Stefán Guðjónsson er 39 ára en hann er menntaður sem kennari og starfar í dag sem áfangastjóri í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Haft er eftir nýjum oddvita í fréttatilkynningu frá Viðreisn að þakklæti til félagsfólks sé henni efst í huga. „Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta, ég þakka Jón Inga [svo] fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga samkvæmt tilkynningunni. Á kjörskrá voru 753 og var kjörsókn 82%, samkvæmt tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Viðreisn í Hafnarfirði. Karólína hlaut tæplega 52 prósent atkvæða (317 atkvæði) í rafrænu prófkjöri sem haldið var í dag. Jón Ingi, hefur verið eini fulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði síðustu frá 2018, hlaut 42 prósent atkvæða (259 atkvæði). Annað sætið í prófkjörinu hlaut Árni Stefán Guðjónsson sem bauð sig bæði fram í fyrsta og annað sætið. Árni hlaut 334 atkvæði í annað sæti en 27 í hið fyrsta. Hann hlaut því 59 prósent atkvæða samanborið við 20 prósent sem féllu í skaut mótframbjóðanda hans, Hjördísi Láru Hlíðberg (110 atkvæði í annað sæti). Karólína Helga Símonardóttir oddviti Viðreisnar og Árni Stefán Guðjónsson, sem skipar 2. sætið.Aðsend Jón Ingi mun því skipa þriðja sætið og Hjördís fjórða. Karólína Helga Símonardóttir, sem er fertug, er mannfræðingur að mennt og með kennsluréttindi á öllum skólastigum auk þess sem hún er atvinnurekandi. Hún hefur verið varabæjarfulltrúi Viðreisnar síðasta kjörtímabil og er 1. varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Þá var hún áður varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árið 2017. Árni Stefán Guðjónsson er 39 ára en hann er menntaður sem kennari og starfar í dag sem áfangastjóri í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Haft er eftir nýjum oddvita í fréttatilkynningu frá Viðreisn að þakklæti til félagsfólks sé henni efst í huga. „Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta, ég þakka Jón Inga [svo] fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga samkvæmt tilkynningunni. Á kjörskrá voru 753 og var kjörsókn 82%, samkvæmt tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira