Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar 20. janúar 2026 14:48 Mosfellsbær er samfélag í stöðugri og jákvæðri þróun. Uppbygging, fólksfjölgun og breyttar þarfir kalla á framsýna stefnumótun, skýrar áherslur og virkt samtal við íbúa. Í þeirri vegferð er mikilvægt að ólík sjónarmið fái raunverulegt vægi og að ákvarðanir endurspegli daglegt líf fólks í bænum – ekki síst sjónarmið ungs fólks.Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, sem fram fer 31. janúar 2026. Ég er alin upp í Mosfellsbæ og hef alla tíð átt hér heima. Ég þekki bæinn af eigin reynslu, skólana, íþróttastarfið, menningarlífið og það sterka samfélag sem hér hefur byggst upp. Ég hef stundað nám í grunnskólum bæjarins, tekið þátt í íþrótta- og tónlistarlífi og starfað með börnum og ungmennum innan skólakerfisins. Sú reynsla hefur veitt mér dýrmæta innsýn í aðstæður fjölskyldna í Mosfellsbæ og þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, bæði í dag og til framtíðar. Ég legg sérstaka áherslu á málefni barna og ungmenna og tel forvarnir eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélagsins. Sterkt skóla- og leikskólastarf, fjölbreytt og aðgengilegt tómstundalíf og öruggt félagslegt umhverfi eru hornsteinar velferðar og farsældar.Með markvissum forvörnum, snemmtækum stuðningi og nánu samstarfi við skóla, foreldra, íþróttahreyfingu og frístundastarf er hægt að grípa fyrr inn í, styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og draga úr vanda áður en hann verður alvarlegur. Slík nálgun er ekki aðeins mannúðleg heldur einnig skynsamleg fjárfesting í samfélaginu til lengri tíma. Ungt fólk býr yfir ferskri sýn, metnaði og skýrum hugmyndum um þau mál sem snerta daglegt líf – svo sem skólamál, húsnæði, tómstundir og lýðræðislega þátttöku. Of oft finnst mér rödd ungs fólks þó ekki fá nægilegt vægi í opinberri umræðu og ákvarðanatöku. Með því að tryggja ungu fólki raunverulega aðkomu að mótun stefnu og ákvarðana eflum við lýðræðið, aukum traust og tökum betri og framsýnni ákvarðanir. Jafnframt tel ég mikilvægt að Mosfellsbær sé réttlátt, skilvirkt og vel rekið sveitarfélag. Stjórnsýslan þarf að vera gagnsæ, málsmeðferð vönduð og ákvarðanir teknar á sanngjörnum og málefnalegum grunni. Laganám mitt hefur styrkt skilning minn á mikilvægi skýrra leikreglna, ábyrgðar og jafnræðis gagnvart íbúum. Traust íbúa til sveitarfélagsins er grundvallarforsenda virks lýðræðis og góðrar stjórnsýslu. Framsækið samfélag byggir á samspili reynslu og nýrrar hugsunar. Ég er tilbúin að hlusta, læra og vinna af heilindum fyrir Mosfellsbæ. Með samstilltu átaki getum við haldið áfram að byggja upp samfélag þar sem velferð, öryggi og tækifæri allra íbúa eru í forgrunni. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mosfellsbær Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er samfélag í stöðugri og jákvæðri þróun. Uppbygging, fólksfjölgun og breyttar þarfir kalla á framsýna stefnumótun, skýrar áherslur og virkt samtal við íbúa. Í þeirri vegferð er mikilvægt að ólík sjónarmið fái raunverulegt vægi og að ákvarðanir endurspegli daglegt líf fólks í bænum – ekki síst sjónarmið ungs fólks.Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, sem fram fer 31. janúar 2026. Ég er alin upp í Mosfellsbæ og hef alla tíð átt hér heima. Ég þekki bæinn af eigin reynslu, skólana, íþróttastarfið, menningarlífið og það sterka samfélag sem hér hefur byggst upp. Ég hef stundað nám í grunnskólum bæjarins, tekið þátt í íþrótta- og tónlistarlífi og starfað með börnum og ungmennum innan skólakerfisins. Sú reynsla hefur veitt mér dýrmæta innsýn í aðstæður fjölskyldna í Mosfellsbæ og þau verkefni sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir, bæði í dag og til framtíðar. Ég legg sérstaka áherslu á málefni barna og ungmenna og tel forvarnir eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélagsins. Sterkt skóla- og leikskólastarf, fjölbreytt og aðgengilegt tómstundalíf og öruggt félagslegt umhverfi eru hornsteinar velferðar og farsældar.Með markvissum forvörnum, snemmtækum stuðningi og nánu samstarfi við skóla, foreldra, íþróttahreyfingu og frístundastarf er hægt að grípa fyrr inn í, styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og draga úr vanda áður en hann verður alvarlegur. Slík nálgun er ekki aðeins mannúðleg heldur einnig skynsamleg fjárfesting í samfélaginu til lengri tíma. Ungt fólk býr yfir ferskri sýn, metnaði og skýrum hugmyndum um þau mál sem snerta daglegt líf – svo sem skólamál, húsnæði, tómstundir og lýðræðislega þátttöku. Of oft finnst mér rödd ungs fólks þó ekki fá nægilegt vægi í opinberri umræðu og ákvarðanatöku. Með því að tryggja ungu fólki raunverulega aðkomu að mótun stefnu og ákvarðana eflum við lýðræðið, aukum traust og tökum betri og framsýnni ákvarðanir. Jafnframt tel ég mikilvægt að Mosfellsbær sé réttlátt, skilvirkt og vel rekið sveitarfélag. Stjórnsýslan þarf að vera gagnsæ, málsmeðferð vönduð og ákvarðanir teknar á sanngjörnum og málefnalegum grunni. Laganám mitt hefur styrkt skilning minn á mikilvægi skýrra leikreglna, ábyrgðar og jafnræðis gagnvart íbúum. Traust íbúa til sveitarfélagsins er grundvallarforsenda virks lýðræðis og góðrar stjórnsýslu. Framsækið samfélag byggir á samspili reynslu og nýrrar hugsunar. Ég er tilbúin að hlusta, læra og vinna af heilindum fyrir Mosfellsbæ. Með samstilltu átaki getum við haldið áfram að byggja upp samfélag þar sem velferð, öryggi og tækifæri allra íbúa eru í forgrunni. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun