Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar 21. janúar 2026 08:46 Fólki er tíðrætt um versnandi læsi, lítinn aga, slæmar niðurstöður PISA-kannanna og almennt meint hörmungarástand skólakerfisins. Skiljanlega, enda eru skólarnir meðal mikilvægustu stofnana samfélagsins, ef ekki þær mikilvægustu! Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar dregin er upp dökk mynd af stöðu skólanna og gengi barna á ýmsum sviðum – og því ber ekki að taka af léttúð. En varast ber að henda fram töfralausnum. Það virðist nefnilega þessa dagana ekki vera skortur á hugmyndum að einföldum lausnum. En er þetta svona einfalt? Skoðum nokkur dæmi. Dæmi 1: Símabann Ef það væri bara bannað að vera í síma í skólanum væri allt betra. Reynsla mín úr Hagaskóla er einmitt að staðan hafi batnað mjög síðustu ár. Þegar ég byrjaði að kenna voru nemendur í símanum allan daginn, og ég þurfti margoft á dag að biðja nemendur um að leggja símann niður í kennslustundum. Það vandamál er nánast algerlega úr sögunni í dag. Umræðan í samfélaginu er komin á þann stað að nú eru foreldrar meðvitaðri um slæm áhrif snjallsíma sem hefur að einhverju leyti skilað sér til nemenda. Nemendur upplifa líka frelsið sem í því felst að fá pásu frá símanum í nokkra klukkutíma yfir daginn. Dæmi 2: Lestrarkennsla Ef kennarar myndu bara kenna börnunum að lesa á ákveðinn hátt væri allt betra. Það eru margar aðferðir til að kenna lestur og ég treysti kennurum til að velja þær aðferðir sem henta þeirra nemendum. Innan íslenska menntakerfisins mætast mismunandi þarfir nemenda og mismunandi aðstæður í hverjum skóla sem gerir það að verkum að einhver ein aðferð hentar ekki jafn vel alls staðar. Fyrir nokkrum árum þróuðum við í Hagaskóla tæki til að greina lesskilning nemenda þar sem allir nemendur fengu að lesa texta við hæfi. Þá gátum við gripið til sérstakra aðgerða fyrir þá nemendur sem sýndu lesskilning undir viðmiðum. Verkefnið hlaut hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2022. Hvetjum til nýsköpunar í menntamálum og eflum sjálfstæði skólanna, það er ekki einn heilagur sannleikur í lestrarkennslu. Dæmi 3: Samræmd próf Ef það væru bara samræmd próf væri allt betra. Ný samræmd próf eða Matsferill MMS verður kynntur til leiks nú á nýhafinni vorönn. Við bíðum spennt eftir að sjá hvernig þetta nýja tæki lítur út og hvernig við getum nýtt það til að bæta kennslu. En prófin ein og sér gera ekkert. Það sem skiptir máli er hvernig kennarar fá tækifæri til að vinna úr niðurstöðunum. Auk þess þarf að veita kennurum tækifæri til að stunda markvissa starfsþróun. Á síðustu tveimur árum tók ég einmitt sjálfur þátt í starfsþróunar- og rannsóknarverkefni undir stjórn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem kennslustundir okkar kennaranna voru teknar upp á myndband og síðan rýndar með það að leiðarljósi að bæta gæði námsins. Þetta er aðferð sem þekkist vel erlendis til að vinna að auknum gæðum kennslu. Ég er vongóður um jákvæð áhrif Matsferils en samræmdar mælingar á árangur nemenda þýðir ekki að þeir nái sjálfkrafa betri árangri. Lausnin er… Lausnin er að treysta kennurum og veita þeim rými til að sinna kennslu af fullum þunga. Kennarar verða að hafa tíma til að kenna og að undirbúa kennslu. Það fer sífellt stærri hluti vinnudags kennara í allt annað en það. Og það eru ótrúlega mikilvæg verkefni sem kennarar sinna á hverjum degi. Lausnin felst einnig í því að tryggja fleiri fagstéttir inn í skólana. Verkefni og áskoranir skólanna í dag eru af þeim toga að þörf er á þverfaglegri nálgun. Þegar sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn koma saman getum við sameinað krafta okkar til að styðja sem best við börnin. Í Hagaskóla þar sem ég starfa vinnur öflugt þverfaglegt teymi starfsfólks sem hefur mikinn metnað fyrir menntun og vellíðan nemenda. Og við höldum ótrauð áfram að þróa starfsumhverfi okkar og kennslu til að gera skólann enn betri á hverjum einasta degi. Ég tek með mér mikilvæga innsýn og reynslu úr kennarastarfinu sem myndi nýtast í starfi borgarfulltrúa. Með mig í hópi sterkra borgarfulltrúa getur Samfylkingin aftur tekið forystu í menntamálum. Ég sækist eftir þínum stuðningi í prófkjöri Samfylkingarinnar og bið þig um að kjósa norskan kennara í 4. sætið. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Fólki er tíðrætt um versnandi læsi, lítinn aga, slæmar niðurstöður PISA-kannanna og almennt meint hörmungarástand skólakerfisins. Skiljanlega, enda eru skólarnir meðal mikilvægustu stofnana samfélagsins, ef ekki þær mikilvægustu! Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar dregin er upp dökk mynd af stöðu skólanna og gengi barna á ýmsum sviðum – og því ber ekki að taka af léttúð. En varast ber að henda fram töfralausnum. Það virðist nefnilega þessa dagana ekki vera skortur á hugmyndum að einföldum lausnum. En er þetta svona einfalt? Skoðum nokkur dæmi. Dæmi 1: Símabann Ef það væri bara bannað að vera í síma í skólanum væri allt betra. Reynsla mín úr Hagaskóla er einmitt að staðan hafi batnað mjög síðustu ár. Þegar ég byrjaði að kenna voru nemendur í símanum allan daginn, og ég þurfti margoft á dag að biðja nemendur um að leggja símann niður í kennslustundum. Það vandamál er nánast algerlega úr sögunni í dag. Umræðan í samfélaginu er komin á þann stað að nú eru foreldrar meðvitaðri um slæm áhrif snjallsíma sem hefur að einhverju leyti skilað sér til nemenda. Nemendur upplifa líka frelsið sem í því felst að fá pásu frá símanum í nokkra klukkutíma yfir daginn. Dæmi 2: Lestrarkennsla Ef kennarar myndu bara kenna börnunum að lesa á ákveðinn hátt væri allt betra. Það eru margar aðferðir til að kenna lestur og ég treysti kennurum til að velja þær aðferðir sem henta þeirra nemendum. Innan íslenska menntakerfisins mætast mismunandi þarfir nemenda og mismunandi aðstæður í hverjum skóla sem gerir það að verkum að einhver ein aðferð hentar ekki jafn vel alls staðar. Fyrir nokkrum árum þróuðum við í Hagaskóla tæki til að greina lesskilning nemenda þar sem allir nemendur fengu að lesa texta við hæfi. Þá gátum við gripið til sérstakra aðgerða fyrir þá nemendur sem sýndu lesskilning undir viðmiðum. Verkefnið hlaut hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2022. Hvetjum til nýsköpunar í menntamálum og eflum sjálfstæði skólanna, það er ekki einn heilagur sannleikur í lestrarkennslu. Dæmi 3: Samræmd próf Ef það væru bara samræmd próf væri allt betra. Ný samræmd próf eða Matsferill MMS verður kynntur til leiks nú á nýhafinni vorönn. Við bíðum spennt eftir að sjá hvernig þetta nýja tæki lítur út og hvernig við getum nýtt það til að bæta kennslu. En prófin ein og sér gera ekkert. Það sem skiptir máli er hvernig kennarar fá tækifæri til að vinna úr niðurstöðunum. Auk þess þarf að veita kennurum tækifæri til að stunda markvissa starfsþróun. Á síðustu tveimur árum tók ég einmitt sjálfur þátt í starfsþróunar- og rannsóknarverkefni undir stjórn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem kennslustundir okkar kennaranna voru teknar upp á myndband og síðan rýndar með það að leiðarljósi að bæta gæði námsins. Þetta er aðferð sem þekkist vel erlendis til að vinna að auknum gæðum kennslu. Ég er vongóður um jákvæð áhrif Matsferils en samræmdar mælingar á árangur nemenda þýðir ekki að þeir nái sjálfkrafa betri árangri. Lausnin er… Lausnin er að treysta kennurum og veita þeim rými til að sinna kennslu af fullum þunga. Kennarar verða að hafa tíma til að kenna og að undirbúa kennslu. Það fer sífellt stærri hluti vinnudags kennara í allt annað en það. Og það eru ótrúlega mikilvæg verkefni sem kennarar sinna á hverjum degi. Lausnin felst einnig í því að tryggja fleiri fagstéttir inn í skólana. Verkefni og áskoranir skólanna í dag eru af þeim toga að þörf er á þverfaglegri nálgun. Þegar sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn koma saman getum við sameinað krafta okkar til að styðja sem best við börnin. Í Hagaskóla þar sem ég starfa vinnur öflugt þverfaglegt teymi starfsfólks sem hefur mikinn metnað fyrir menntun og vellíðan nemenda. Og við höldum ótrauð áfram að þróa starfsumhverfi okkar og kennslu til að gera skólann enn betri á hverjum einasta degi. Ég tek með mér mikilvæga innsýn og reynslu úr kennarastarfinu sem myndi nýtast í starfi borgarfulltrúa. Með mig í hópi sterkra borgarfulltrúa getur Samfylkingin aftur tekið forystu í menntamálum. Ég sækist eftir þínum stuðningi í prófkjöri Samfylkingarinnar og bið þig um að kjósa norskan kennara í 4. sætið. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar nk.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun