Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar 20. janúar 2026 17:01 Það er ekki algengt að frambjóðendur til opinberra embætta hafi jafn mikið til þess brunns að bera og Magnea Marinósdóttir, sem býður sig fram til setu í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Því ber að fagna. Ferilskrá Magneu er merkilegt plagg og ber vitni um mikilvægan námsferil, fjölbreytt störf innan lands og alþjóðlega og frumkvæði á ýmsum sviðum. Magnea er stjórnmálafræðingur að mennt með BA-próf frá Háskóla Íslands og meistarapróf alþjóðastjórn- og öryggismálum frá Georgetown University, Washington DC. Auk formlegs náms hefur hún sótt námskeið í opinberri stjórnsýslu, jafnréttismálum og sáttamiðlun svo fátt eitt sé talið. Hún hefur hlotið náms- og rannsóknarstyrki, m.a. frá Nord-Plus, Fulbright og UN Women. Starfsreynsla Magneu er mjög fjölbreytt og hefur hún meðal annars starfað fyrir UN Women í Kósóvó og Bosníu-Hersegóvínu og á vegum sænskra kvenréttindasamtaka í Austur-Jerúsalem. Hér heima hefur hún starfað á vegum Alþingis og sveitarfélaga, sem sérfræðingur hjá ráðuneytum, háskólum og félagasamtökum og er þá fátt upp talið. Auk formlegra starfa hefur Magnea verið ötull þátttakndi í margvíslegu félagsstarfi innan lands og alþjóðlega. Í öllum sínum störfum hefur Magnea haft mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi sem sannur jafnaðarmaður. Hún hefur verið félagi í Samfylkingunni - Jafnaðarflokki Íslands frá stofnun, er nú í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og hefur lagt drjúgt af mörkum í starfi félagsins og flokksins. Á þeim vettvangi er hún yfirveguð og rökföst og eftir því tekið sem hún hefur fram að færa. Ég er sannfærður um að menntun, reynsla og hugmyndir Magneu muni koma að góðu gagni í borgarstjórn þar sem hún sækist eftir 2-4 sæti á lista Samfylkingarinnar. Ég mæli sannarlega með því að hún hljóti góða kosningu. Höfundur er jafnaðarmaður, félagi í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík og formaður 60+ í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Það er ekki algengt að frambjóðendur til opinberra embætta hafi jafn mikið til þess brunns að bera og Magnea Marinósdóttir, sem býður sig fram til setu í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Því ber að fagna. Ferilskrá Magneu er merkilegt plagg og ber vitni um mikilvægan námsferil, fjölbreytt störf innan lands og alþjóðlega og frumkvæði á ýmsum sviðum. Magnea er stjórnmálafræðingur að mennt með BA-próf frá Háskóla Íslands og meistarapróf alþjóðastjórn- og öryggismálum frá Georgetown University, Washington DC. Auk formlegs náms hefur hún sótt námskeið í opinberri stjórnsýslu, jafnréttismálum og sáttamiðlun svo fátt eitt sé talið. Hún hefur hlotið náms- og rannsóknarstyrki, m.a. frá Nord-Plus, Fulbright og UN Women. Starfsreynsla Magneu er mjög fjölbreytt og hefur hún meðal annars starfað fyrir UN Women í Kósóvó og Bosníu-Hersegóvínu og á vegum sænskra kvenréttindasamtaka í Austur-Jerúsalem. Hér heima hefur hún starfað á vegum Alþingis og sveitarfélaga, sem sérfræðingur hjá ráðuneytum, háskólum og félagasamtökum og er þá fátt upp talið. Auk formlegra starfa hefur Magnea verið ötull þátttakndi í margvíslegu félagsstarfi innan lands og alþjóðlega. Í öllum sínum störfum hefur Magnea haft mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi sem sannur jafnaðarmaður. Hún hefur verið félagi í Samfylkingunni - Jafnaðarflokki Íslands frá stofnun, er nú í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og hefur lagt drjúgt af mörkum í starfi félagsins og flokksins. Á þeim vettvangi er hún yfirveguð og rökföst og eftir því tekið sem hún hefur fram að færa. Ég er sannfærður um að menntun, reynsla og hugmyndir Magneu muni koma að góðu gagni í borgarstjórn þar sem hún sækist eftir 2-4 sæti á lista Samfylkingarinnar. Ég mæli sannarlega með því að hún hljóti góða kosningu. Höfundur er jafnaðarmaður, félagi í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík og formaður 60+ í Reykjavík
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun