Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar 21. janúar 2026 08:32 Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð. Ég var orðinn vandræðalega gamall þegar ég uppgötvaði að hver einasta manneskja sem ég hitti er kennari minn. Ekki svo að mér hafi tekist að lifa samkvæmt því síðan. En ég er alltaf að reyna. Mig langar að lifa í landi þar sem ákvarðanir eru teknar af mörgum sjónarhólum í einu. Ég þrái að barnabörnin mín erfi þjóðfélag þar sem fólk ræðist við til að læra hvert af öðru. Í kýs sem sagt mósaík í stað skautunar. Víðóma ástand þar sem samráð er æft og iðkað svo skilningur vaxi fram og fólk finni sig heima í eigin landi. Það er lang best. Á þessum tímum, þegar tryllt valdagirnd ræður för á alþjóðasviðinu og almenningur um allan heim er óttasleginn, er mikilvægt að við köllum til verka stjórnmálafólk sem kann að dreifa valdi í stað þess að safnað því. Það var næmt hjá höfundum áramótaskaupsins að varpa Heiðu Björgu Hilmisdóttur upp sem borgarstjóranum sem enginn man hvað heitir. Það segir mjög mikið um áherslur hennar sem leiðtoga. Heiða hefur ekki sjálfa sig að markmiði en er með hugann við verkefnin sem henni eru falin. Ég hef þekkt Heiðu Björg árum saman og er feginn að sjá hvað hún er sjálfri sér lík með sinn vakandi huga og hlýja hjarta þegar hún nú kynnir sig til leiks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í mínum huga ber Heiða Björg af sem borgarstjóraefni á þessu vori. Fram undan eru miklar mannabreytingar hjá Samfylkingunni í Reykjavík og mikilvægt að halda í reynsluríka persónu eins og hana. Heiða hefur uppsafnaða pólitíska þekkingu, innsæi í aðstæður og getu til að halda utan um flóknar sviðmyndir án þess að styðjast við einstrengingshátt. Vegna reynslu sinnar kann hún að halda ró og bíða átekta. Fremur en að hanna atburðarás eða reyna að poppa upp stemmningu miðlar hún velvilja og virðingu í opnu samtali. Hún styðst ekki við klæki en hugsar í lausnum. Hún hlustar á raddirnar í kringum sig en hvikar ekki af grundvelli jafnaðarstefnunnar. Þetta eru í mínum huga langþróaðir kostir sem gott er að eiga í einum borgarstjóra. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð. Ég var orðinn vandræðalega gamall þegar ég uppgötvaði að hver einasta manneskja sem ég hitti er kennari minn. Ekki svo að mér hafi tekist að lifa samkvæmt því síðan. En ég er alltaf að reyna. Mig langar að lifa í landi þar sem ákvarðanir eru teknar af mörgum sjónarhólum í einu. Ég þrái að barnabörnin mín erfi þjóðfélag þar sem fólk ræðist við til að læra hvert af öðru. Í kýs sem sagt mósaík í stað skautunar. Víðóma ástand þar sem samráð er æft og iðkað svo skilningur vaxi fram og fólk finni sig heima í eigin landi. Það er lang best. Á þessum tímum, þegar tryllt valdagirnd ræður för á alþjóðasviðinu og almenningur um allan heim er óttasleginn, er mikilvægt að við köllum til verka stjórnmálafólk sem kann að dreifa valdi í stað þess að safnað því. Það var næmt hjá höfundum áramótaskaupsins að varpa Heiðu Björgu Hilmisdóttur upp sem borgarstjóranum sem enginn man hvað heitir. Það segir mjög mikið um áherslur hennar sem leiðtoga. Heiða hefur ekki sjálfa sig að markmiði en er með hugann við verkefnin sem henni eru falin. Ég hef þekkt Heiðu Björg árum saman og er feginn að sjá hvað hún er sjálfri sér lík með sinn vakandi huga og hlýja hjarta þegar hún nú kynnir sig til leiks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í mínum huga ber Heiða Björg af sem borgarstjóraefni á þessu vori. Fram undan eru miklar mannabreytingar hjá Samfylkingunni í Reykjavík og mikilvægt að halda í reynsluríka persónu eins og hana. Heiða hefur uppsafnaða pólitíska þekkingu, innsæi í aðstæður og getu til að halda utan um flóknar sviðmyndir án þess að styðjast við einstrengingshátt. Vegna reynslu sinnar kann hún að halda ró og bíða átekta. Fremur en að hanna atburðarás eða reyna að poppa upp stemmningu miðlar hún velvilja og virðingu í opnu samtali. Hún styðst ekki við klæki en hugsar í lausnum. Hún hlustar á raddirnar í kringum sig en hvikar ekki af grundvelli jafnaðarstefnunnar. Þetta eru í mínum huga langþróaðir kostir sem gott er að eiga í einum borgarstjóra. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun