Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2026 07:15 Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? Smá upprifjun Rifjum þetta upp. Á fundi sem Landvernd, og fleiri náttúruverndarsamtök héldu með frambjóðendum í nóvember viku fyrir kosningarnar 2024 spurði Stefán Jón Hafstein, annar fundarstjóra, fulltrúa flokkanna spurningar sem var efnislega samhljóða spurningu sem við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfðum lagt fyrir frambjóðendur á fjölda funda um land allt í umræðum að lokinni sýningu heimildarmyndarinnar Árnar þagna. Spurning Stefáns Jóns hljóðaði svona: „Getur þú stutt tillögu um að engin frekari útþensla verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn.“ Fulltrúi Viðreisnar á fundinum var Aðalsteinn Leifsson, en hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í kosningunum. Svar Aðalsteins Það stóð ekki á svari frá Aðalsteini við spurningu Stefáns Jóns. Það var afgerandi: „Mér finnst þetta frábær tillaga sem þú komst með og svara henni játandi. Við ræddum um það í Viðreisn áður en farið var af stað með þessa hröðu uppbyggingu á sjókvíaeldi að það þarf fyrst að setja skýran lagaramma utanum þennan atvinnurekstur og við hvöttum einnig til þess að lagaramminn yrði endurskoðaður á yfirstandandi þingi. Og já, við eigum að sjálfsögðu ekki að gefa út nein ný leyfi fyrr en við höfum náð tökum á stöðunni til þess að lenda ekki í sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar voru í lengi. Vonandi tekur það okkur minna en fimm ár Stefán Jón, en ef það tekur okkur svo langan tíma þá tökum við þann tíma sem þarf.“ Sem sagt engin ný svæði og sterkur lagarammi til að afstýra sömu vandræðum og sjókvíaeldi hefur valdið alls staðar þar sem það er stundað. Skýrara verður það ekki. Takk Aðalsteinn! En hvað gerir svo atvinnuvegaráðherra Viðreisnar eftir kosningarnar? Hanna Katrín boðar aukið sjókvíaeldi Nánast upp á dag ári frá því að Aðalsteinn svaraði því játandi að Viðreisn vildi: „Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn“ mætir atvinnuvegaráðherra hans á fund með hagsmunagæslusamtökum sjókvíaeldisiðanðarins og tilkynnir að hún hafi óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að Mjóifjörður á Austfjörðum verði burðarþolsmetinn. Með öðrum orðum opnaður fyrir sjókvíaeldi. Hanna Katrín vill sem sagt fleiri kvíar, fleiri svæði, meira eldismagn. Og drög hennar að frumvarpi til lagareldi eru beinlínis ávísun á að valda með vaxandi skaða „sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar,“ hafa staðið í og standa enn í með þennan miskunnarlausa iðnað sem mengar firðina okkar, spillir lífríkinu og fer hræðilega með eldislaxana. Er þetta í lagi? Aðalsteinn er nú í leyfi frá störfum sínum sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar til að sinna framboði sínu um að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Er það framboð tilefni til að fá svör hans við því hvort hann og flokkssystkini hans í Viðreisn ætlist til að fólki trúi því sem frambjóðendur flokksins segja við kjósendur í kosningabaráttunni sem er framundan. Aðalsteinn, finnst þér vera í lagi að standa að málum einsog er lýst hér að ofan? Höfundur er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Hvað er eiginlega í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu undir stjórn Hönnu Katrínar Friðrikssonar? Hvað varð til þess að hún hefur ekki aðeins boðað aukið sjókvíaeldi á laxi við Ísland heldur eru þau drög sem hún hefur lagt að frumvarpi til laga um lagareldi líka í beinni andstöðu við það sem fulltrúar Viðreisn sögðu fyrir kosningar? Smá upprifjun Rifjum þetta upp. Á fundi sem Landvernd, og fleiri náttúruverndarsamtök héldu með frambjóðendum í nóvember viku fyrir kosningarnar 2024 spurði Stefán Jón Hafstein, annar fundarstjóra, fulltrúa flokkanna spurningar sem var efnislega samhljóða spurningu sem við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfðum lagt fyrir frambjóðendur á fjölda funda um land allt í umræðum að lokinni sýningu heimildarmyndarinnar Árnar þagna. Spurning Stefáns Jóns hljóðaði svona: „Getur þú stutt tillögu um að engin frekari útþensla verði á sjókvíaeldi næstu fimm ár meðan Alþingi setur skýran lagaramma um greinina út frá bestu þekktu aðferðum við lagareldi í heiminum? Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn.“ Fulltrúi Viðreisnar á fundinum var Aðalsteinn Leifsson, en hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í kosningunum. Svar Aðalsteins Það stóð ekki á svari frá Aðalsteini við spurningu Stefáns Jóns. Það var afgerandi: „Mér finnst þetta frábær tillaga sem þú komst með og svara henni játandi. Við ræddum um það í Viðreisn áður en farið var af stað með þessa hröðu uppbyggingu á sjókvíaeldi að það þarf fyrst að setja skýran lagaramma utanum þennan atvinnurekstur og við hvöttum einnig til þess að lagaramminn yrði endurskoðaður á yfirstandandi þingi. Og já, við eigum að sjálfsögðu ekki að gefa út nein ný leyfi fyrr en við höfum náð tökum á stöðunni til þess að lenda ekki í sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar voru í lengi. Vonandi tekur það okkur minna en fimm ár Stefán Jón, en ef það tekur okkur svo langan tíma þá tökum við þann tíma sem þarf.“ Sem sagt engin ný svæði og sterkur lagarammi til að afstýra sömu vandræðum og sjókvíaeldi hefur valdið alls staðar þar sem það er stundað. Skýrara verður það ekki. Takk Aðalsteinn! En hvað gerir svo atvinnuvegaráðherra Viðreisnar eftir kosningarnar? Hanna Katrín boðar aukið sjókvíaeldi Nánast upp á dag ári frá því að Aðalsteinn svaraði því játandi að Viðreisn vildi: „Ekki fleiri kvíar, ekki fleiri svæði, ekki meira eldismagn“ mætir atvinnuvegaráðherra hans á fund með hagsmunagæslusamtökum sjókvíaeldisiðanðarins og tilkynnir að hún hafi óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að Mjóifjörður á Austfjörðum verði burðarþolsmetinn. Með öðrum orðum opnaður fyrir sjókvíaeldi. Hanna Katrín vill sem sagt fleiri kvíar, fleiri svæði, meira eldismagn. Og drög hennar að frumvarpi til lagareldi eru beinlínis ávísun á að valda með vaxandi skaða „sömu vandræðum einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar einsog Norðmenn, einsog Skotar, einsog Chile einsog Færeyingar,“ hafa staðið í og standa enn í með þennan miskunnarlausa iðnað sem mengar firðina okkar, spillir lífríkinu og fer hræðilega með eldislaxana. Er þetta í lagi? Aðalsteinn er nú í leyfi frá störfum sínum sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar til að sinna framboði sínu um að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Er það framboð tilefni til að fá svör hans við því hvort hann og flokkssystkini hans í Viðreisn ætlist til að fólki trúi því sem frambjóðendur flokksins segja við kjósendur í kosningabaráttunni sem er framundan. Aðalsteinn, finnst þér vera í lagi að standa að málum einsog er lýst hér að ofan? Höfundur er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun