Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar 21. janúar 2026 09:17 Í kvikmyndinni Skósveinar (e.Minions) frá árinu 2015 í leikstjórn Pierre Coffin, segir frá nokkuð stórum hópi lítilla gulra og sporöskjulagðra fígúra í gallabuxum sem vantar einhvern sem þeir geta þjónustað. Brennipunktur sögunnar hverfist um Kevin, Stuart og Bob sem sendir eru af örkinni til að finna verðugan foringja. Það tekst að lokum þegar þeir finna rússnesk-ættaðan mann sem heitir Felonious Gru sem gerist foringi þeirra og leiðarljós. Þegar þetta tekst hefjst mikil sagnabálkur sem hefur verið gerð skil í 4 kvimyndum sem allar hafa notið mikillar hylli. Eins og lesa má úr reifun efnistaka þessarar kvikmyndar má sjá greinilega að sagan er ætluð börnum en um leið má gera ráð fyrir að foreldrar téðra barna hafi einnig nokkuð gaman af sögunni. Það væri óskandi að veröldin væri svona einföld og skiljanleg. En veröldin því miður er veröldin ekki þannig. Veröldin er oftast mjög óskiljanleg en sögur á borð um skósveinana hjálpa okkur samt til að átta okkur á henni. Mér dettur alltaf í hug sagan um skósveinana þegar ég hugsa um framboð Péturs Marteinssonar í oddvitasæti innan Samfylkingarinnar í Reykjavík Það er jú bísna bratt að sækjast eftir oddvitasæti í flokki sem hefur sterkar rætur inn í sögu Reykavíkur og oddvitar flokksins hafa gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2007. jafnvel aftar í sögunni sé R-listinn tekinn með í púkkið. Samfylkinginn hefur verið leiðandi afl í stjórnmálum Reykjavíkur í næstum því 20 ár og verið meira og minna í borgarstjórn frá árinu 1994 eða í 31 ár. Já mér dettur í hug sagan af Gru og Skósveinunum þegar ég átta mig á því að glæsimennið, fótboltakappinn, viðskiptamaðurinn og fyrrverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins haldi í raun og veru að Samfylkingin sé eins og skósveinarnir í kvikmyndunum, Aulinn ég (2010), Aulin ég 2(2013) Aulinn ég 3 (2017), Aulinn ég 4 (2024) og Skósveinar (2015). Í Samfylkingunni eru nefnilega engir skósveinar. Samfylkingin er flokkur með merkilega sögu og mikil afrek, flókna innviði, skrýtin lög (sem fáir átta sig almennilega á) fjölda aðildarfélaga, álíka fjölda landsmálafélaga og allskonar ráð og nefndir. Samfylkingin er frekar flókið apparat svo það sé bara sagt hreint út. Mér finnst skrýtið að ganga með þá hugmynd í kollinum að Samfylkingin sé eins og skósveinarnir sem þrái það heitast að fá að þjóna einhverjum sem telur sig þess umkominn að vera í forrustu Samfylkingarinnar. Þessi árátta að halda að maður sjálfur sé svo frábær að engu skipti í hvaða samhengi maður setur sjálfan sig, er ekki ný af nálinni. Ég man eftir einum sem fékk slæma útreið í prófkjöri hjá VG, en áður en haninn galaði þrisvar var hann búin að skrá sig í prófkjör hjá Samfylkingunni. Varla þarf að hafa orð á því að sú vegferð endaði eiginlega áður en hún hófst. Annað dæmi, sem reyndar er í deiglunni, er framboð Bjargar Magnúsdóttur fyrir hönd Viðreisnar en hún var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar fyrrverandi borgarstjórna Framsóknarflokksins. Mér sýnist vera sterk tilhneiging hjá fallegu fólki að telja sig ómissandi leiðtoga fyrir stjórnmálaflokka sem þau hafa aldrei starfað við og þekkja ekki neitt. Það sem er slæmt við þessa áráttu, er að í henni felst ákveðin vanvirðing við alla þá flokksmenn sem leggja nótt við dag að halda flokkstarfinu gangandi. Hvað gerir einhvern svo góðan að sá hinn sami telji sig þess umkominn að annað fólk vilji endilega vinna sjálfboðastarf fyrir sig? Núna er ágætt að staldra aðeins við og ítreka að endurnýjun innan stjórnmálaflokka er nauðsynleg og góð. Það er frábært af fólk réttir upp hönd og býður sig fram. Það sætir hinsvegar tíðindum þegar óþekkt manneskja vill verða oddviti gamalgróins stjórnmálaflokks. Ef einhver segir að framgangur Kristrúnar Frostadóttur innan Samfylkingarinnar sé þessarar náttúru þá eru það fleypur. Kristrún Frostadóttir var búin að vekja á sér athygli innan Samfylkingarinnar um langa hríð þegar hún var aðalhagfærðingur Kviku banka. Í kjölfarið hóf hún störf innan Samfylkingarinnar sem endaði svo með því að hún bauð sig fram til forrystu. Það er ekki maklegt að líka framgangi Kristrúnar Frostadóttur við metnað Péturs Marteinssonar til oddvitastöðu í Reykjavík. Prófkjör Samfylkingarinnar hefst þann 24. janúar. Ég hvet allt Samfylkingarfólk til að styðja Heiðu Björg Hilmisdóttur til áframhaldandi forrystu innan Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er ritari Rósarinnar sem er landsmálafélag innan Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni Skósveinar (e.Minions) frá árinu 2015 í leikstjórn Pierre Coffin, segir frá nokkuð stórum hópi lítilla gulra og sporöskjulagðra fígúra í gallabuxum sem vantar einhvern sem þeir geta þjónustað. Brennipunktur sögunnar hverfist um Kevin, Stuart og Bob sem sendir eru af örkinni til að finna verðugan foringja. Það tekst að lokum þegar þeir finna rússnesk-ættaðan mann sem heitir Felonious Gru sem gerist foringi þeirra og leiðarljós. Þegar þetta tekst hefjst mikil sagnabálkur sem hefur verið gerð skil í 4 kvimyndum sem allar hafa notið mikillar hylli. Eins og lesa má úr reifun efnistaka þessarar kvikmyndar má sjá greinilega að sagan er ætluð börnum en um leið má gera ráð fyrir að foreldrar téðra barna hafi einnig nokkuð gaman af sögunni. Það væri óskandi að veröldin væri svona einföld og skiljanleg. En veröldin því miður er veröldin ekki þannig. Veröldin er oftast mjög óskiljanleg en sögur á borð um skósveinana hjálpa okkur samt til að átta okkur á henni. Mér dettur alltaf í hug sagan um skósveinana þegar ég hugsa um framboð Péturs Marteinssonar í oddvitasæti innan Samfylkingarinnar í Reykjavík Það er jú bísna bratt að sækjast eftir oddvitasæti í flokki sem hefur sterkar rætur inn í sögu Reykavíkur og oddvitar flokksins hafa gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2007. jafnvel aftar í sögunni sé R-listinn tekinn með í púkkið. Samfylkinginn hefur verið leiðandi afl í stjórnmálum Reykjavíkur í næstum því 20 ár og verið meira og minna í borgarstjórn frá árinu 1994 eða í 31 ár. Já mér dettur í hug sagan af Gru og Skósveinunum þegar ég átta mig á því að glæsimennið, fótboltakappinn, viðskiptamaðurinn og fyrrverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins haldi í raun og veru að Samfylkingin sé eins og skósveinarnir í kvikmyndunum, Aulinn ég (2010), Aulin ég 2(2013) Aulinn ég 3 (2017), Aulinn ég 4 (2024) og Skósveinar (2015). Í Samfylkingunni eru nefnilega engir skósveinar. Samfylkingin er flokkur með merkilega sögu og mikil afrek, flókna innviði, skrýtin lög (sem fáir átta sig almennilega á) fjölda aðildarfélaga, álíka fjölda landsmálafélaga og allskonar ráð og nefndir. Samfylkingin er frekar flókið apparat svo það sé bara sagt hreint út. Mér finnst skrýtið að ganga með þá hugmynd í kollinum að Samfylkingin sé eins og skósveinarnir sem þrái það heitast að fá að þjóna einhverjum sem telur sig þess umkominn að vera í forrustu Samfylkingarinnar. Þessi árátta að halda að maður sjálfur sé svo frábær að engu skipti í hvaða samhengi maður setur sjálfan sig, er ekki ný af nálinni. Ég man eftir einum sem fékk slæma útreið í prófkjöri hjá VG, en áður en haninn galaði þrisvar var hann búin að skrá sig í prófkjör hjá Samfylkingunni. Varla þarf að hafa orð á því að sú vegferð endaði eiginlega áður en hún hófst. Annað dæmi, sem reyndar er í deiglunni, er framboð Bjargar Magnúsdóttur fyrir hönd Viðreisnar en hún var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar fyrrverandi borgarstjórna Framsóknarflokksins. Mér sýnist vera sterk tilhneiging hjá fallegu fólki að telja sig ómissandi leiðtoga fyrir stjórnmálaflokka sem þau hafa aldrei starfað við og þekkja ekki neitt. Það sem er slæmt við þessa áráttu, er að í henni felst ákveðin vanvirðing við alla þá flokksmenn sem leggja nótt við dag að halda flokkstarfinu gangandi. Hvað gerir einhvern svo góðan að sá hinn sami telji sig þess umkominn að annað fólk vilji endilega vinna sjálfboðastarf fyrir sig? Núna er ágætt að staldra aðeins við og ítreka að endurnýjun innan stjórnmálaflokka er nauðsynleg og góð. Það er frábært af fólk réttir upp hönd og býður sig fram. Það sætir hinsvegar tíðindum þegar óþekkt manneskja vill verða oddviti gamalgróins stjórnmálaflokks. Ef einhver segir að framgangur Kristrúnar Frostadóttur innan Samfylkingarinnar sé þessarar náttúru þá eru það fleypur. Kristrún Frostadóttir var búin að vekja á sér athygli innan Samfylkingarinnar um langa hríð þegar hún var aðalhagfærðingur Kviku banka. Í kjölfarið hóf hún störf innan Samfylkingarinnar sem endaði svo með því að hún bauð sig fram til forrystu. Það er ekki maklegt að líka framgangi Kristrúnar Frostadóttur við metnað Péturs Marteinssonar til oddvitastöðu í Reykjavík. Prófkjör Samfylkingarinnar hefst þann 24. janúar. Ég hvet allt Samfylkingarfólk til að styðja Heiðu Björg Hilmisdóttur til áframhaldandi forrystu innan Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er ritari Rósarinnar sem er landsmálafélag innan Samfylkingarinnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun