Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í. Erlent 31.10.2025 13:47
Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik. Erlent 31.10.2025 10:32
Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn. Erlent 31.10.2025 09:00
Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Kai Trump tekur sér smá frí frá háskólagolfi í Miami til að keppa á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í næsta mánuði. Golf 29. október 2025 09:00
Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið alla nefndarmenn nefndar sem veitir fagurfræðilega umsögn um öll byggingaráform stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu í Washington D.C. Erlent 29. október 2025 08:25
Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áfrýjaði í gær dómi gegn honum í „þagnargreiðslumálinu“ svokallaða í New York. Hann var í fyrra sakfelldur fyrir að falsa skjöl með því markmiði að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá varð Trump fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða sakfelldur í sakamáli. Erlent 28. október 2025 16:00
Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Rússinn Islam Makhachev er í hópi þeirra bardagakappa sem vilja fá að sýna sig fyrir framan Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Sport 28. október 2025 13:02
Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japan, hafa undirritað samkomulag um fágæta málma og önnur steinefni. Erlent 28. október 2025 07:09
Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Erlent 27. október 2025 15:32
Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Erlent 27. október 2025 07:15
Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Erlent 26. október 2025 23:48
Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Erlent 26. október 2025 13:33
Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. Erlent 25. október 2025 22:30
Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25. október 2025 19:32
Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Erlent 25. október 2025 09:55
Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Erlent 25. október 2025 07:44
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 24. október 2025 18:45
Musk kallar ráðherra heimskan og homma Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður. Erlent 24. október 2025 13:30
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24. október 2025 11:45
Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Erlent 24. október 2025 09:05
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24. október 2025 08:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera hættur öllum viðræðum við Kanadamenn um tolla og viðskipti á milli landanna. Ástæðan er auglýsing sem sýnd hefur verið í Kanada þar sem tollahækkanir Trumps eru harðlega gagnrýndar. Erlent 24. október 2025 07:28
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. Erlent 23. október 2025 13:46
Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. Erlent 22. október 2025 23:39