Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Úr svart­nætti í sólar­ljós

Þróttur sigraði Víking 3-2 í þvílíkri dramatík í Laugardalnum í kvöld. Þróttur sem var einum manni færri og einu marki undir, tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Þjálfari Þróttara var eðlilega sáttur eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“

„Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - KR 4-2 | Akur­eyringar sendu Vestur­bæinga í fallsæti

KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur.

Íslenski boltinn