„Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin. Innlent 2.5.2025 12:21
Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Eva Ruza heldur 80's og 90´s ball þar sem allra bestu lögin verða tekin og þú mátt koma. Sindri hitti Evu og fór yfir málið í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 2.5.2025 11:39
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2.5.2025 07:34
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. Lífið 30. apríl 2025 22:08
Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Lífið 30. apríl 2025 16:17
Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Innlent 30. apríl 2025 14:59
Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. Lífið 30. apríl 2025 12:00
Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. Lífið 30. apríl 2025 10:39
Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu „Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar. Tónlist 30. apríl 2025 07:01
„Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Ingiríður Halldórsdóttir, sem notar listamannsnafnið Lyfveru, veitir innsýn inn líf hins langveika í listsköpun sinni. Hún hefur glímt við sjálfsofnæmi, króníska verki og miðtaugakerfisraskanir en tekst á við það með húmor og orðaleikjum. Menning 29. apríl 2025 16:25
Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur. Menning 29. apríl 2025 10:14
Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA „Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA. Menning 28. apríl 2025 16:02
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28. apríl 2025 09:33
Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð. Lífið 28. apríl 2025 00:01
Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Íslandsmeistaramót í skrafli fór fram um helgina. Auk þess sem Íslandsmeistari var krýndur voru einnig veitt verðlaun fyrir dónalegasta orðið og stigahæsta nýliðann. Dómarinn hafði í nógu að snúast vegna véfengdra lagna. Lífið 27. apríl 2025 21:41
Jiggly Caliente dragdrottning látin Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri. Lífið 27. apríl 2025 15:01
„Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Hanna Hulda Hafþórsdóttir, nemandi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands hlaut á dögunum Evu Maríu Daníels verðlaunin á Stockfish kvikmyndahátíðinni fyrir stuttmyndina sína Í takt. Lífið 27. apríl 2025 08:00
Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Síðasta þættinum af Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni verður útvarpað á morgun á Rás 2. Útvarpsþátturinn hóf göngu sína í ágúst árið 2018. Innlent 26. apríl 2025 21:23
Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi. Lífið 26. apríl 2025 10:01
Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í Moulin Rouge! sem Borgarleikhúsið frumsýnir í haust á stóra sviðinu. Lífið 25. apríl 2025 21:54
Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist. Lífið 25. apríl 2025 16:08
Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Tveir sérfræðingar í Bayeux-reflinum deila nú um hvort typpin sem finna má á þessum frægasta refli heims séu 93 eða 94 talsins. Hvort er ógreinilegt form á reflinum rýtingur eða getnaðarlimur? Rithöfundurinn Sigríður Hagalín segist búin að telja. Lífið 25. apríl 2025 15:24
Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein. Lífið 25. apríl 2025 10:12
Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. Lífið 25. apríl 2025 08:59