Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram

„Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými.

Menning
Fréttamynd

Lítill rappari á leiðinni

Rapparinn og Breiðhyltingurinn Birgir Hákon og kærasta hans Sigríður Birta eiga von á sínu fyrsta barni. Birgir Hákon hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og fagnaði á dögunum sjö ára edrúmennsku.

Lífið
Fréttamynd

Fram­tíð hljóðsins er lent á Ís­landi

WiiM hefur með framúrskarandi hætti náð að gera hágæða hljóð aðgengilegt fyrir alla. Tónlistar streymisspilarar WiiM bjóða upp á einstaka blöndu af nýjustu tækni með Hi-Res streymi, fjölherbergjaspilun, fullkomnum tónjafnara og herbergisleiðréttingu, framúrskarandi hljómgæðum og einstaklega notendavænu viðmóti, allt á verði sem áður var óhugsandi.

Samstarf
Fréttamynd

Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngvari og leikkona, hefur fundið ástina í örmum grafíska hönnuðarins Antonio Otto Rabasca. Nýlega sást til þeirra leiðast í Hljómskálagarðinum ástfangin upp fyrir haus.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini fann ástina

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Lífið
Fréttamynd

Upp­selt, upp­selt og auka­tón­leikum bætt við Sumar á Sýr­landi

Viðtökur við 50 ára afmælistónleikum fyrstu breiðskífu Stuðmanna, Sumars á Sýrlandi hafa farið fram úr björtustu vonum. Samstundis seldist upp á fyrstu tónleikana sem fóru í sölu og svo gott sem samstundis á tónleika númer tvö. Mikil eftirspurn er enn eftir miðum og efna skipuleggjendur því til þriðju tónleikanna, föstudagskvöldið 14. nóvember.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Alls­gáður í sjö ár: „Mæli með“

Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag.

Lífið
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Laufey treður upp með Justin Bieber

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir

Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum.

Lífið
Fréttamynd

Kynorkan allt­um­lykjandi hjá ó­léttu óperusöngkonunni

„Tónlistin er svo seiðandi og það er svo sterk kynorka í þessu sem hjálpar held ég án efa í meðgöngunni. Ég held að ég taki þetta með mér alla leið inn á fæðingardeild bara,“ segir hin kasólétta kammeróperusöngkona Kristín Sveinsdóttir, sem er að setja upp útfærslu af sögulegu óperunni Carmen og að fara að eignast barn á allra næstu dögum.

Menning
Fréttamynd

Fjallar ekki um eitur­lyf í dýrðar­ljóma

Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því.

Lífið
Fréttamynd

„Án djóks besta kvöld lífs míns“

Það vakti gríðarlega athygli þegar samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skellti sér á Drake tónleika í Berlín um helgina með góðum vinum. Kanadíski rapparinn heimsfrægi greip brjóstahaldara frá henni og endurbirti myndband frá henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Blaðamaður ræddi við Guggu um tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu

Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama.

Lífið
Fréttamynd

Skortur á viðtengingarhætti hjá Lauf­eyju sé hluti af stærri þróun

Laufey Lín syngur á íslensku í nýju lagi en notar framsöguhátt þar sem viðtengingarháttur ætti að vera. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart, viðtengingarháttur hafi lengi verið á undanhaldi og eigi á hættu að deyja út. Þróunin sjáist skýrt í fréttum, útvarpi og tali ungs fólks.

Menning
Fréttamynd

Stebbi í Lúdó látinn

Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við.

Innlent
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist
Fréttamynd

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið
Fréttamynd

Heiðra Arvo Pärt í Landa­kots­kirkju

Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri.

Tónlist