Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ellefu vilja vera rit­stjóri Kveiks

Ellefu sóttu um starf ritstjóra Kveiks en fráfarandi ritstjóri sagði starfi sínu lausu í ágúst. Á meðal umsækjenda eru blaðamenn RÚV og kvikmyndaleikstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds

Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin nýr fag­stjóri hjá Ís­lands­stofu

Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjár ráðnar til Krafts

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Róbert sá þriðji til að að­stoða Heiðu á rúmu hálfu ári

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag.

Innlent