Rangárþing ytra

Fréttamynd

Opnun Samverks á Hellu fagnað

Íbúar á Hellu og næsta nágrenni ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því glerverksmiðjan Samverk er að opna aftur eftir að hafa verið lokuð síðust mánuði. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný í byrjun ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Rúss­nesk her­flug­vél mætt í Landeyjarnar

Erlendir ferðamenn, sem heimsækja Íslands heillast margir af gömlum flugvélum og eftir því sem þær eru verr farnar virðast þeir vera hrifnari eins og sést á aðsókn að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Nú hefur bóndi í Landeyjum komið sér upp Rússnesku hermanna flugvélaflaki á sinni jörð i þeirri von að ferðamenn flykkist líka til hans.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf senni­lega að moka þennan bíl upp“

Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljóts­hlíð

Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Sinueldur við Landvegamót

Sinueldur kviknaði nærri Landvegamótum við Hellu eftir að kviknaði í sláttutraktor. Búið er að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suður­landi

„Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter.

Innlent
Fréttamynd

Eitt glæsi­legasta hrossaræktar­bú landsins til sölu

Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar selur sumarparadís með út­sýni að Heklu

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­rói mældist við Torfa­jökul

Órói mældist við Torfajökul laust eftir klukkan átta í kvöld en er að mestu dottinn niður. Talið er að óróinn tengist breytingum á jarðhitakerfinu í kringum jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjórs­ár­brú bíður í sömu ó­vissu og Hvammsvirkjun

Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Pá­lína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum

Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Innlent
Fréttamynd

Styrktartónleikar á Hvols­velli fyrir mikið slasaðan bónda

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum.

Innlent
Fréttamynd

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg

Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fluttir á sjúkra­hús eftir rútuslysið

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar í­vilnanir til handa læknum á lands­byggðinni í skoðun

Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara for­kastan­legt“

Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Suður­landið verði að „eyðimörk“ í náinni fram­tíð

Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts.

Innlent